Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Af hverju er ekki hægt að læra af sögunni? Gaza 2008.
30.12.2008 | 16:10
Eitt af því sem réði því helst að ég valdi sagnfræðina umfram til dæmis bókmennafræði og myndlist, sem ég var að læra á sama tíma var áhugi á samfélagsmálum. Sá fljótlega að í sögunni voru fordæmi fyrir flestum þeim mistökum og þrekvirkjum sem gerð/unnin hafa verið.
Sagan er því miður full af frásögnum af hliðstæðum atburðum og nú eru að eiga sér stað á Gaza ströndinni. Og ekki virðist vera hægt að læra af sögunni, það er alveg sárgrætilegt. Yfirgangur Ísralesríkis er hrikalegur og hefur lengi verið og gerir ekkert annað en að mynda jarðveg fyrir öfgafyllri andspyrnu á borð við Hamas, í stað hófsamari afla. Þeir sem gjalda með lífi og limum eru óbreyttir palestínskir borgarar. Ábyrgð Bandaríkjanna í þessum efnum er allnokkur því hernaðarmáttur Ísraelsríkis hefur byggst upp í skjóli þeirra. Ljóst er líka að um áframótin verður ESB með forvígismenn sem bera blak af Ísralesríki, ólíkt því sem nú gerist undir stjórn Frakka. Þetta er ömurlegt stríð og fátt sem bendir til annars en að þetta fari versnandi.
Datt aðeins út í samfélagsumræðunni í þann mund sem átökin voru að komast á skrið, þegar minn heittelskaði braut sig illa, en það er ekki hægt annað en pikka nokkur orð, og það væri sannarlega óskandi að unnt yrði að læra af mistökum sögunnar en lítil von til þess.
Að kveðja ár
30.12.2008 | 15:10
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook
Næstu stórtíðindi stjórnmálanna - ný könnun
28.12.2008 | 01:32
Ný könnun hefur leyst krónukönnunina af hólmi, sú náði litlu flugi og er því lokað, en flestir veðjuðu þó (réttilega) á að krónan myndi halda sjó eftir að hún yrði sett á flot (32%). 21% bjuggust við að hún drukknaði, en annars dreifðust svörin mjög og m.a. merktu heil 6% við þann valkost að ESB tæki hana upp!
Nýja könnunin snýst um næstu stórviðburði í pólitíkinni, endilega takið þátt og ef fleiri tillögur koma fram má alltaf nota athugasemdakerfið.
Já, mér finnst svolítið nördalegt að jólablogga, en þar sem ég er nörd ...
25.12.2008 | 22:36
Gleðileg jól öll og takk fyrir kveðjurnar!
Með Simba mér við hlið, jólaheimsókn í kirkjugarðana með greinar og friðarljós að baki, er jólaskapið bara bærilegt hér í Blátúninu. Mikið var dagurinn fallegur og jólalegur, með mátulegri snjóföl yfir öllu. Vona að þessi jól marki upphaf af öðru og betra tímabili en vikunum á undan (annars er hægt að óska þess sama um áramóti ;-) þó vil ég ekki að það breytist sem gerst hefur að undanförnu: Ofurlaun og útrásarvikingar eru ekki kúl lengur, afbrot í nafni þessa eru óréttlætanleg og það veit fólk og vonandi þar til bær yfirvöld líka - en samvera, samstaða og öflug gagnrýni á óréttlæti og vilji til að breyta samfélaginu okkar hefur verið ofarlega í huga og verður það vonandi áfram.
Davíð í gömlu áramótaskaupi og jólalag Baggalúts
15.12.2008 | 02:19
Jólalag Baggalúts er svolítið öðru vísi en seinustu árin, heitir: Það koma vonandi jól! Úff, af gefnu tilefni mun ég ekki rökstyðja hvers vegna mér finnst þetta svolítið fyndið.
En annars rakst ég á alveg ótrúlega fyndið vídeó á Facebook, áramótaskaup sem er sjö ára gamalt en ótrúlega ferskt. Þetta er eitthvað sem Dóri Braga hafði grafið upp og þar sem ég veit að hópanir mínir á Facebook og moggablogginu skarast ekkert sérlega mikið, þá leyfi ég fleirum að njóta vel:
Spaugstofan með allra, allra, besta móti
13.12.2008 | 20:16
Aðildarviðræður um ESB í skugga hótana? Íslendingar ekki vanir að láta stjórnast af hótunum ráðamanna - en hvað nú?
13.12.2008 | 16:45
Erfitt er að helda reiður á hvað ræður ferð í íslenskum stjórnmálum nú. Í morgun var sú hótun sem legið hefur í loftinu staðfest, Samfylkingin ætlar að slíta stjórnarsamstarfinu og stefna til kosninga eigi síðar en í vor, nema samstarfsflokkurinn, Sjálfstæðismenn hlýði þeim og samþykki að fara í aðildarviðræður. Sama dag vill svo til að tveir forsvarsmanna Sjálfstæðismanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að halda skuli í aðildaviðræður. Annar þeirra yfirlýstur andstæðingur ESB-aðildar og mér er þessi niðurstaða hans nokkur ráðgáta, burtséð frá því hvort hann treystir á það að þjóðin muni fella aðild að ESB að samningum loknum. Vissulega hef ég sömu trú á þjóðinni, en mér finnst tilviljunin og tímasetningin á hótuninni annars vegar og þessari yfirlýsingu, rúmum mánuði FYRIR landsfund Sjálfstæðismanna (sem hefði átt að taka þessa ákvörðun, hélt ég) alveg stórfurðuleg. Annað ekki síður merkilegt er að Samfylkingin skuli þarna vera að gefa Sjálfstæðisflokknum fyrirheit um að hann geti setið enn um sinn, meira að segja komin með verðmiða á það. Var að fá sendan link á blogg sem hefur sínar skýringar á því, Samfylkingin þykist bara vilja kosningar, en það henti betur að setja verðmiða á áframsetuna: http://blogg.gattin.is/blog.php?view=post&id=i0w63hk1dm
Of margar ákvarðanir hafa verið teknar í skugga hótana ráðamanna að undanförnu, og ekki allar mjög skynsamlegar.
- Að setja hryðjuverkalög á íslenskan banka í Englandi var auðvitað ekkert nema hótun breskra stjórnvalda í garð Íslendinga.
- Hótanir stórra og sterkra ríkja, það er ESB-þjóðanna innan alþjóða gjaldeyrissjóðsins hefur svínbeygt stjórnvöld í samningum við sjóðinn.
- Og nú er varla hægt að skilja mál öðru vísi en svo að hræðsla Sjálfstæðismanna, alla vega í valdastólum, við kosningar í vor, hafi leitt þá til þeirrar niðurstöðu að láta undan kröfu Samfylkingarinnar um aðildarviðræður og að öruggast sé að koma með svona skýr skilaboð sex vikum fyrir landsfund, sem ætla hefði mátt að myndi skera úr um málið. Vissulega er óttinn við kosningar mikill hjá flokki sem er í sögulegu lágmarki samkvæmt könnunum. Samt hef ég heyrt í fjölmörgum óbreyttum Sjálfstæðismönnum sem eru hreint ekki til í aðildaviðræður og þora alveg í kosningar.
Þjóðin hefur gallvösk harðneitað því að landinu sé stjórnað í skugga hótana og með því að láta undan hótunum og þessi krafa hefur verið sterk á síðustu, erfiðu tímum. Fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Krafa þjóðarinnar hefur líka verið að tímabært sé að efna til kosninga í vor. Fljótlega býst ég við að niðurstöður úr skoðanakönnun um það hversu margir vilja kosningar komi í dagsljósið, ég lenti nefnilega í úrtakinu á slíkri könnun og veit að hún er í gangi, spennt að sjá niðurstöðurnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook
Forvitnilegt, ef heimildir Björns eru réttar, þá eru þetta tíðindi í þessum hópi, þótt vitað sé um hópa á móti, þá hefur forystan eflaust viljað sjá aðra niðurstöðu
13.12.2008 | 01:02
![]() |
Dómsmálaráðherra: Hvers vegna birtir SA ekki niðurstöðu könnunar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á dauða mínum átti ég von en ekki því að heyra Uffe Elleman-Jensen vara Íslendinga við að fara inn í ESB við þær aðstæður sem nú eru hér á Íslandi, með þá tálsýn að ESB-aðild muni leysa einhverjar efnahagslegar flækjur, sem við erum í. Hann var í Kastljósi í kvöld og upptakan ætti að detta inn á RUV hvað á hverju, enn er þátturinn frá í gær fremstur, en þetta er hlekkurinn þar sem hægt er að horfa þegar að því kemur:
Hvað næst? Lafir sú leiða stjórn?
11.12.2008 | 19:54