Næstu stórtíðindi stjórnmálanna - ný könnun

Ný könnun hefur leyst krónukönnunina af hólmi, sú náði litlu flugi og er því lokað, en flestir veðjuðu þó (réttilega) á að krónan myndi halda sjó eftir að hún yrði sett á flot (32%). 21% bjuggust við að hún drukknaði, en annars dreifðust svörin mjög og m.a. merktu heil 6% við þann valkost að ESB tæki hana upp!

Nýja könnunin snýst um næstu stórviðburði í pólitíkinni, endilega takið þátt og ef fleiri tillögur koma fram má alltaf nota athugasemdakerfið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krónan var ekki sett á flot, hún var sett í flotkví, sem er haldið á floti með reglugerðum, eða brimbrjótum.

Hún hvorki flýtur né sekkur

Magnus Guðmundsson 28.12.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Krónan er að falla aftur eftir að hún var sett á flott þannig að hún hefur alls ekki haldið sjó.

Styrkur gjaldmiðils felst í stöðugleika, ekki dramatískum sveiflum.

Lúðvík Júlíusson, 28.12.2008 kl. 01:53

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Kannski er merkilegast að halda sjó í ölduróti og þá þarf oft að gera ráðstafanir.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.12.2008 kl. 02:00

4 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Krónan hefur ekki enn verið sett á flot.  Gjaldeyrishöft þýða að hún er ekki á floti en samt fellur hún!  Blaðamenn hafa skemmt sér við orðaleiki eins og að króna fljóti með kút og kork sem er algjört bull, annaðhvort er hún á floti og markaðurinn ræður hennar verði eða ekki...

Róbert Viðar Bjarnason, 28.12.2008 kl. 02:20

5 identicon

Það kæmi mér ekki á óvart að næstu pólitísku stórtíðindi verði þau að Samfylkingin kippi stólnum undan Ingibjörgu Sólrúnu. Ástæður? Jú, skv. nýlegri blaðagrein flokksbróður hennar þá lætur hún samþykkt landsfundar flokksins um ESB sig engu skipta (lék þann leik líka í Kvennalistanum þegar hún ætlaði þvert á stefnuskrá Kvennalistans að kjósa með aðild Íslands að EES). Hún hefur vaðið yfir eins og fíll í glerbúð: Gefur flokkssystkinum sínum langt nef og hótar samstarfsflokknum að fari hann ekki að vilja hennar þá sé samstarfinu lokið. Það er ekki spurning í mínum huga að margir hugsa henni þegjandi þörfina.

Bið að heilsa Simba

You know who 28.12.2008 kl. 02:48

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég verð að viðurkenna að grein Stefáns Jóhanns kom mér á óvart, þótt ég héldi að ég fylgdist sæmilega með og hafi heyrt efnislega ýmislegt í þessa átt. En það þurfti samt að stafa það ofan í mig að Samfylkingin hefði sett þessa fyrirvara, og svo er auðvitað farið ða hártoga það á ymsa vegu. En að setja Ingibjörgu Sólrúnu af, nei, það finnst mér ekki líklegt. Mér hefur fundist Samfylkingin oft vera henni ótrygg, hef á tilfinningunni að það séu ýmsir sem kalla mætti ,,back-stabbers" í kringum hana, og þá oft í málum þar sem við eigum skoðanalega samleið, en mér finnst ekkki líklegt að þessi hjörð sem mestu ræður þar hreki hana frá í þessu máli, og gildir þá einu hvaða samþykktir hafa verið gerðar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.12.2008 kl. 09:22

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Engin ráðherraskipti Anna mín, því miður.  Allt er miður þessa dagana í pólitíkinni nema VG í skoðanakönnunum en það breytir litlu í deginum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.12.2008 kl. 10:40

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það var ekki tilviljun að ég taldi ,,engin ráðherraskipti" til stórtíðinda :-|

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.12.2008 kl. 14:09

9 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Spennandi mánuðir framundan í íslenskri pólitík.  Ég spá því að Sjálfstæðismenn felli ESB aðildarviðræður, nema þjóðin fái að kjósa um slíkt og þá aðra kosti.  Ef það gengur eftir er væntanlega stjórnarsamstarfinu sjálfhætt eins og ISG sagði og frægt er orðið

En hver veit svo sem þetta eru ruglingslegir tímar

Vilborg G. Hansen, 28.12.2008 kl. 23:10

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já þetta eru sannarlega áhugaverðir, óvissir og mjög ruglingslegir tímar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.12.2008 kl. 02:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband