Úr ödrum heimi
23.2.2007 | 15:25
Hagyrdingar og tívolí
22.2.2007 | 19:46
Hér í aftakablídunni eru hagyrdingar á ferd. Sendi eina frá honum Hafsteini med kvedju úr Tívolí:
Sitja, standa, sofa sveitt
Sídan ekki gera neitt
Bara hanga, út ad ganga
Vid erum ordin ansi threytt
Thegar allt er komid í throt
thá förum vid á Landakot
Meira frá Kanarí og fyndnir Finnar
21.2.2007 | 16:54
Frekar rólegt hér í blídunni, hér er gott ad vera og sérlega fyndid ad fylgjast med mismunandi tilburdum vid mismunandi tungumálakunnáttu. Sumir gestanna hér reyna ad bjarga sér á spönsku, sem getur verid mjög mislukkad thar sem afgreidslufólk í verslunum og á veitingastödum er af ýmsu thjóderni, til daemis nánast eingöngu Indverjar sem selja raftaeki, en sumir theirra sem selja Íslendingum mest (Harry) vel talandi á íslensku, enda gódur bisness í thví. Elskulegir Finnar voru ad kvedja tiltektarstúlkuna um daginn á hótelinu sínu og hún sagdi upp á spönsku Adios í kvedjuskyni en their brostu sínu blídasta og sögdu Adidas!
Sorglegt ad fylgjast med klámumraedunni heima, thó ég geri ekki mikid ad thví ad fara í tölvuna núna, thá komst ég ekki hjá thví ad sjá svolítid af henni. Borgarstjóri, biskup, VG og Feministar mótmaela og eflaust ýmsir fleiri en allt kemur fyrir ekki, thad virdist daemast á okkur ad hýsa thetta frekar óvelkomna fyrirbaeri. Thó eflaust geti einhverjir klámkallar haft gaman af thá tek ég heilshugar undir med honum Bjarna Hardar ad vitneskja um baksvid thessa idnadar er nóg til ad segja nei takk!
Ad lokum notalegt ad vita ad enn virkar Moggabloggid, thó ég hafi lítid sinnt thví. Var ad hitta hér gesti á Paraiso Maspalomas sem höfdu rekist inn á bloggid vikuna ádur en their komu hingad, og svo hittumst vid vid sundlaugarbarinn ;-) bestu kvedjur til allra vina og vandamanna.
Svenni vann!
18.2.2007 | 21:55
Grafalvarlegur fréttapistill frá Kanarí
17.2.2007 | 17:38
Afsakid pennaletina en nú er smá skýjafar hér á Kanarí eftir einmuna blídu ad undanförnu og tóm til ad skrifa háalvarlegan fréttapistil frá Kanarí.
Fyrst fréttir af tídarfari ad íslenskum sid: Vedurblídan ad undanförnu hefur sem sagt verid einstök, um og yfir 30 grádur flesta daga og alltaf jafn fallegt hér, med flaksandi pálmum og furutrjám út um allt. Í dag var hins vegar rok og varla nema 20 stiga hiti en brakandi blída á svölunum okkar á Paraiso Maspalomas. Hér hefur verid rigningarspá alltaf af og til en aldrei komid dropi úr lofti og vid sem hér erum erum afskaplega sátt vid thad.
Stjórnmál: Framsóknarmenn eru búnir ad uppgötva ad hér er gaman ad halda kosningafundi og hvergi verda slíkir fundir jafn fjölsóttir, 340 manns maettu á fund med Gudna Ágústssyni um seinustu helgi, en ég hef enn ekki hitt einn einasta sem kýs Framsókn úr hópnum sem kom á fundinn, vera má ad thad segi meira um vini mína en fundargesti. Hins vegar fór Gudni audvitad á kostum og thótti hid besta skemmtiefni hér, og er thó ekki fásinninu fyrir ad fara. Álftnesingarnir voru eitthvad ad atast í honum og ábyggilega fleiri en hann thótti hafa farid vel út úr fundinum, nema kannski thetta med ad fjölga kjósendum flokksins síns, ekki alveg viss med thad. Í morgun átti svo Ísólfur Gylfi Pálmason ad maeta med gítarinn sinn, en engar fréttir hef ég enn af theim fundi, og vidurkenni ad ég nennti engan veginn ad fara á fundinn, thótt ég hafi heyrt Gylfa spila og viti ad hann er dágódur músíkant.
Breytingar á umhverfinu: Hér er alltaf eitthvad ad breytast í umhverfinu - en Íslendingar sem til thekkja geta haldid áfram ad lesa:
- Til daemis er verid ad endurbyggja vinsaelt Íslendingahótel, Teneguia, svo fólk sem hefur verid thar árum saman hefur thurft ad finna sér annad skjól.
- Vinsaell bar í kjallar Roque Nublo, Paddy Murphy´s sem àrum saman hefur verid vinsaell medal Íslendinga og Nordmanna, enda írskur pöbb med búlgörskum söngvara (Nikolai) sem syngur írsk lög eins og engill, hefur skipt um eigendur og nú er Nikolai horfinn, enda búinn ad hóta thví í tvö ár, mamma hans í Búlgaríu er ordin gömul og tharfnast meiri adstodar en fyrr. Hann er kominn á skemmtiferdaskip thess í stad og ég býst vid ad norska eiginkonan og dóttirin sjái um mömmuna. Nýi eigandinn er feitlaginn Barbapapalegur náungi sem syngur ljómandi vel í karókí, sem er adalskemmtunin núna á thessum stad, en hálf er nú Snorrabúd stekkur enn sem komid er og frekar eydilegt um ad litast tharna á kvöldin, á stad sem alltaf var smekkfullur.
- Hótelid vid hlidina á Paraiso Maspalomas, sem margir thekkja, er í endurbyggingu sem gengur mjög furdulega fyrir sig, fyrst er steypt og sídan er steypan brotin ad hluta, en vid sem ekki thurfum ad borga reikninginn, eigum ad láta okkur thetta í léttu rúmi liggja.
- Byggingarsvaedid í Meloneras er sífellt ad taka á sig meiri mynd baejar.
Fastir lidir: Íslendingahópar og einstaklingar fá vidurnefni hér eins og annars stadar. ,,Sléttuúlfarnir" eru til ad mynda maettir á svaedid eins og oftar á thessum árstíma. Vidurnefnid fá their af heimaslódum sínum. Baendurnir eru hins vegar ekki hér í ár, alla vega ekki á thessum tíma. Harry er enn á sínum stad og fréttir berast af thví ad hann selji Íslendingum rafmagnsvöru og alls konar graejur sem aldrei fyrr.
Vid Ari sendum bestu kvedjur heim til allra, erum búin ad vera dugleg í mini-golfi med Ása, Gunna, Ingu og tengdaforeldrum Ása en ekki haft erindi sem erfidi. Búin ad rölta um alla Ensku ströndina meira og minna og hlökkum til ad fá Elísabetu systur og syni hingad í naestu viku. Vonum ad Óli og Simbi hafi thad gott og passi húsid vel. Og lýkur hér med Kanaríeyjapistli ad thessu sinni.
Toppurinn á ísjakanum og ,,kosningaréttur" barna
13.2.2007 | 01:23
Dóttir mín hittir oft naglann á höfuðið. Þegar Byrgis- og Breiðavíkurmálin voru að koma upp sagði hún að þetta væri kannski bara toppurinn á ísjakanum. Fleira ætti eftir að koma í ljós. Aldrei þessu vant vona ég að hún hafi ekki rétt fyrir sér, en ég óttast að hún hafi það. Í rauninni er bara tvennt að gera núna:
1. Fara að veita því fólki sem á um sárt að binda hjálp. Það er eitthvert fát og fum í kerfinu, kannski tregða, kannski óöryggi. Því miður er þetta dæmi sem aðrar þjóðir hafa gengið í gegnum, bæði varðand vonda meðferð á börnum og eins eftirlits- og úrræðaleysi gegn misneytingu fólks sem notar trúarhópa sem skálkaskjól. Í fyrrnefnda málinu hefur safnast upp sársaukafull reynsla hjá nágrannaþjóðunum og nú er það okkar að gera ekki sömu mistök og reyna að apa það eftir sem vel er gert.
2. Bæta mannréttindi barna. Sem betur fer eru annars konar úrræði og miklu betri til núna fyrir börn í vanda, hvort sem er vegna heimilisaðstæðna eða annarra vandamála. Var eitt sinn á ferðalagi um Suðurland með Drífu Kristjánsdóttur á Torfastöðum þegar fjörleg unglingsstelpa kom hlaupandi og rauk upp um hálsinn á henni, fyrrverandi fósturbarn hjá henni, og greinilegt að þessi stelpa hafði búið við gott atlæti. Veit af fleiri dæmum um afskaplega vel heppnuðum úrræðum og vel vinnandi aðilum í ,,kerfinu". En - það má gera betur. Enn er ekki búið að finna úrræði til að vernda börn fyrir brotamönnum sem áreita þau, jafnvel innan veggja heimilanna. Enn eru mörg börn utanveltu í skólakerfinu. Lengi hefur verið þannig búið að barna- og unglingageðdeild að hún nær alls ekki að sinna öllum sem á þarf að halda tímanlega.
Fyrir nokkrum dögum heyrði ég utan að mér að einhverjir væru að tala um hvort við værum kannski komið að því að þurfa að huga að kosningarétti barna. Plagsiður minn er að hlusta á fréttaþætti í bíl, svissa ört milli stöðva og lesa blöðin á hlaupum, þannig að ég man ekkert hvar og náði því ekki að finna þetta á netinu aftur. Kannski geta lesendur bloggsins hjálpað mér um þessar upplýsingar, hef áður notið góðrar hjálpar ykkar..... en alla vega leikur mér forvitni á að vita hversu mikil alvara þessu fólki var. Fyrir einhverjum 15-20 árum lenti ég nefnilega á frekar hefðbundnum (ég sagði ekki leiðinlegum) fundi um jöfnun atkvæðisréttar. Og þar vogaði ég mér að minna á að hægt væri að jafna atkvæðisrétt á ýmsa vegu, ekki bara milli kjördæma (en engum datt í hug annað en nákvæmlega það). Minnti á eins og sönnum sagnfræðingi sæmdi að stutt væri, á sagnfræðilega vísu alla vega, síðan konum og hjúum var treyst fyrir atkvæðisrétti. Og spurði hvort það væri kannski réttlátast að jafna atkvæðisrétt alveg, þannig að hverjum einstaklingi fylgdi eitt atkvæði. Auðvitað setti ég hundrað fyrirvara, ætlaði alla vega ekki að láta hanka mig á að ég væri að leggja til að fólk leggðist í barneignir til að öðlast ,,yfirráð" yfir fleiri atkvæðum. EN, það sem ég meinti var að það væri allt í lagi að hugsa aðeins út fyrir þröngan ramma. Og enn er ég á sömu skoðun. - Þetta er sem sagt fyrsta innleggið í ,,þetta sagði ég ykkur" síðuna mína.
Þessi hugmynd var auðvitað sett fram í bríarí, ætlað að brjóta upp umræðuna og fyrst og fremst að fá fólk til að hugsa hverra hagsmuna við ættum að gæta. Hafði auðvitað þveröfug áhrif, enginn fór að hugsa og almennt held ég bara að fólk hafi verið hneykslað, enda gerist það oft þegar maður reynir að brjóta upp fastskorðaða umræðu.
Reyndar heyri ég að einhverjir félagar mínir í VG vilja lækka kosningaaldurinn - svo sem ekki beint angi af sömu umræðu (eða hvað?) - en óneitanlega er ég sammála.
Greinilega viðkvæmt mál
12.2.2007 | 18:07
Blogginu mínu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá einum lesanda varðandi seinustu tvö bloggin mín - það er þann hluta sem varðar vangaveltur mínar um þau fáu atkvæði sem Halla fékk í formannssæti KSÍ og linkinn sem ég setti á blogg Hrafns Jökulssonar. Mér finnst ástæða til að birta hana og það verður bara hver að dæma fyrir sig:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook
Skýringin fengin
12.2.2007 | 02:15
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook
Að keppa í kosningum, íþróttum eða hvoru tveggja
12.2.2007 | 00:15
Keppni setti mikinn svip á þessa helgi. Kona tapaði í keppninni um formennsku KSÍ og skilaboðin sem léleg útkoma hennar sendir getur merkt þrennt: Að verið sé að senda konum skilaboð að þeim sé ekki ætlað upp á þetta dekk, að þeir sem kusu hafi séð þetta sem keppni tveggja karla með aukaleikara eða að eitthvað allt annað ráði.
Önnur keppni, um hylli kjósenda, er nú komin á fullt skrið. Sú keppni mun standa fram í maí, en þá hætta allir að keppa í eigin nafni og skipta sér í tvö lið. Hef reyndar heyrt þá skoðun oftar að undanförnu að lýðræði felist í því að meirihlutinn stjórni með virðingu gagnvart skoðunum minnihlutans, en yfirleitt finnst mér eftir kosningar eins og vinningsliðið líti svo á að það eigi að ráða öllu.
Gamla Kvennalistagenið mitt segir mér að setja spurningarmerki við keppni, sigurvegaradýrkun og foringjadýrkun. Allt of margt neikvætt hefur komið fram í krafti sterkra foringja (Hitler og Stalín voru óumdeilt foringjar). Meiri samvinna ætti ekki að skaða neinn. Þarna veit ég að mikillar hugarfarsbreytingar er þörf. Þangað til er leikvöllurinn keppnisvöllur.
En verð að viðurkenna að það er stundum gaman að keppa og þá er alltaf kostur að vinna. Spilaði skvass við litlu systur í dag eins og fleiri sunnudaga og hún vann, nema seinasta leikinn, þá loksins vann ég og keppnisskapið fékk smá uppörvun eina ferðina enn. Hmm, já, vandlifað eftir eigin hugmyndum ;-)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook
Aldrei aftur menningarbindindi
11.2.2007 | 01:12
Fyrir nokkrum árum var ég búin að yfirbóka mig svo mikið að ég ákvað að fara í pólitískt, félagslegt og menningarlegt bindindi. Var í krefjandi vinnu og ströngu námi og fann að ég var ekki til skiptanna lengur. Núna er ég í krefjandi vinnu en á lokaspretti í náminu og sprungin á pólitíska bindindinu, það er svo margt að gerast. Félagsbindindið gengur betur, hef losað mig úr flestum félagsmálum og sátt við það.
Þá er það menningarbindindið. Mér tókst hreinlega aldrei alveg að standa við það. Missti mig af og til. Sem betur fer. Annars hefði ég aldrei séð Rómeó og Júlíu hjá Vesturporti, fallegu Gauguin sýninguna í Glypotekinu í Köben, hlustað á Matthíasarpassíuna í Hallgrímskirkju eða málað seinustu málverkin mín. Hins vegar hef ég takmarkað menningariðkunina óhóflega en núna er ég hreinlega komin að þeim punkti að það er ekki hægt öllu lengur. Þannig að ég er farin að tína saman smálegt af því sem ég hef verið að gera í myndlist og á myndir af (sem er mjög tilviljanakennt - hef látið mest frá mér). Byrjuð að reita inn eitthvað smávegis af því á myndasíðurnar. Þeir sem hafa áhuga geta kíkt á það.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook
,,Já, já, svo þið viljið bara meina að það átti að kjósa Höllu, ekki vegna ágætis hennar, heldur vegna kyns!
Þið verið að fyrirgefa, en fulltrúar aðildarfélaga KSÍ kusu Geir ekki vegna þess að hann pissar standandi, heldur vegna þess að þeir treysta honum og hann hefur verið starfandi lengi innan KSÍ og því þekkja þeir hann og hans verk.
Halla er nánast óskrifað blað, en það eitt virðist vera næg ástæða til að þið heimtið hana í formannssætið.
Ekki vegna ágætis síns, heldur vegna þess að hún pissar sitjandi. Það er asskotans enginn munur á ykkur og nafnlausu óþverrunum á heimasíðunum sem Hrafn vitnaði í.
Fyrirgefið orðbragið."