Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2015

Heillandi hafnarborgir (mis)langt inni í landi

Eflaust er ţađ tilviljun, en nokkrar af ţeim borgum sem hafa heillađ mig mest eru hafnarborgir sem ekki eru úti viđ strönd. Ţćr eru vissulega mislangt inni í landi. Ţađ var ţó ekki fyrr en ég kom til Sevilla á Spáni fyrr í vetur, ađ ég áttađi mig á ţví hvađ margar af uppáhaldsborgunum mínum eiga sameiginlegt. Sevilla er 80 km inni í landi en međ skipgengri á og ţví skilgreind sem mikilvćg hafnarborg, ekki bara á tíma landafundanna, heldur einnig síđar á tímum. Áđur en ég kynntist Hamborg jafn vel og ég gerđi ţegar ég bjó ţar lungann úr ţessu ári, hélt ég alltaf ađ hún lćgi ađ sjó, en nú hef ég áttađ mig á ţví ađ ţađ er áin Saxelfur sem hefur skapađ henni ţá stöđu sem hún hefur, sem langstćrsta höfn Ţýsklands. Sannkölluđ Hafnarborg. Málin fara ađ flćkjast ţegar Montreal, heimaborg sonar míns í tvö ár, langt inni í landi, er skođuđ, en hún er sögđ nćststćrsta höfn Kanada. Mín heittelskađa London er einnig nćststćrsta höfn á Englandi, en var einu sinni umsvifamesta höfn í heimi, og einnig hún stendur viđ á en ekki sjó, hina góđkunnu Thames.

Allar ţessar borgir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og best ađ fylgja ţessu eftir međ myndum frá ţeim öllum, af ţeim ber Hamborg óneitanlega mestan hafnarborgarbraginn og gaman ađ týna sér í fegurđinni á hafnarsvćđinu.2013-10-05_17_34_29.jpg

20151107_123859.jpg

2015-05-16_11_47_08.jpg

20150714_133836.jpg


Allt finnst ţetta um síđir - sumt í skrýtnum búningum

Í seinasta bloggi frá í sumar var ég ađ kvarta undan ţví ađ hafa ekki fundiđ ,,réttu" útgáfuna mína af Ungverskri rapsódíu nr. 2 eftir Liszt, međ hljómsveitarútgáfu undir stjórn Stanley Black. Ţessi útgáfa er ögn myrkari en flestar ađrar sem ég hef heyrt en mér finnst hún svo góđ, og gamla vinyl-platan mín er orđin skađlega rispuđ. Af og til hef ég tékkađ á hvort ţessi útgáfa vćri komin inn einhvers stađar og já, loksins. Myndefniđ sem fylgir er ađ vísu óskaplega furđulegt, en ţessi útgáfa hefur einhvern sjarma sem ég ekki ćtla ađ reyna ađ skilgreina frekar. Ţannig ađ hlustiđ, en ekki endilega ađ horfa.

https://www.youtube.com/watch?v=qf9qSHx3aRM


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband