Allt finnst þetta um síðir - sumt í skrýtnum búningum

Í seinasta bloggi frá í sumar var ég að kvarta undan því að hafa ekki fundið ,,réttu" útgáfuna mína af Ungverskri rapsódíu nr. 2 eftir Liszt, með hljómsveitarútgáfu undir stjórn Stanley Black. Þessi útgáfa er ögn myrkari en flestar aðrar sem ég hef heyrt en mér finnst hún svo góð, og gamla vinyl-platan mín er orðin skaðlega rispuð. Af og til hef ég tékkað á hvort þessi útgáfa væri komin inn einhvers staðar og já, loksins. Myndefnið sem fylgir er að vísu óskaplega furðulegt, en þessi útgáfa hefur einhvern sjarma sem ég ekki ætla að reyna að skilgreina frekar. Þannig að hlustið, en ekki endilega að horfa.

https://www.youtube.com/watch?v=qf9qSHx3aRM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband