Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2012

Ekki alveg hćtt ađ hugsa um pólitík

Ţó ég sé ađ hugsa um ađ breyta blogginu mínu í ferđablogg og búin ađ lofa/hóta ţví ađ setja inn Facebook-stöđuna: Hćtti í pólitík og farin ađ spila golf!, ţá finnst mér ađ ef til vill sé komin ögurstund í stjórnmálum, enn einu sinni. Eftir ađ Kvennalistinn var lagđur niđur og hluti hans rann inn í Samfylkinguna, ákvađ ég ađ verđa pólitískur munađarleysingi og kunni ţví bara ágćtlega. Svo voru Vinstri grćn stofnuđ og ég tók ţátt í ţví og tókst ađ halda mér á  hliđarlínunni í áratug. Svo breyttist allt, búsáhaldabyltingin hreyfđi viđ mér eins og fleirum og ég endađi sem varaţingkona VG, en greinilega án nokkurra starfsskyldna. Löng saga og ekki merkileg. En alla vega, samviskusamlega sótti ég landsfundi og flokksráđsfundi, var ein af fimm sem ekki taldi kostina sem okkur var bođiđ upp á í samstarfi viđ Samfylkinguna nógu ađgengilega vegna ESB-mála. Sannfćrđ um ađ viđ hefđum getađ gert betur ţar, en fyrst svo var ekki var bara ađ standa sína pligt og hreyfa ţeim málum sem mér fannst ástćđa til á vettvangi flokksins.

Líklega er ég of seinţreytt til vandrćđa. Mörg skođanasystkini mín og vinir hafa horfiđ úr VG, ţví miđur. Sjálf er ég orđin langţreytt á ađ finnast ég tala viđ tómiđ. Og núna, ţegar allt í einu virđist rofa til í baráttugleđi forystu VG gegn ESB-ferlinu, af hverju er ég ţá full efasemda um ađ ţetta muni snúast rétt? Ţannig ađ ég er ekki hćtt í pólitík, en ég er (loksins) farin ađ spila golf!2012-08-04_16_59_01.jpg


Fallegasti stađur sem ţú hefur komiđ á

Ţegar ég var um tvítugt tókst mér einhvern tíma ađ lauma mér inn í hóp međ systur vinar míns og vinkonum hennar á leiđ til spákonu í Hafnarfirđi. Ţađ vćri ekki í frásögur fćrandi nema vegna ţess ađ hún lýsti í smáatriđum stađ erlendis sem hún sagđi ađ ég myndi fljótlega koma á og yrđi fallegasti stađur sem ég hefđi komiđ á. Ég ćtti ađ senda henni póstkort ţađan. Á ţessum árum var mađur ekki ađ fara í ferđalög sí og ć, reyndar fór ég í tvígang sama áriđ um ţetta leyti til útlanda (og ţađ sagđi spákonan mér líka) ţar sem foreldrar mínir voru í námsleyfi erlendis um ţessar mundir. Ţegar ég heimsótti ţau í Miđ-Frakklandi ţá átti ég eina ósk og hún var sú ađ skođa hellamálverkin í Dordogne-dal, sem ţá mátti enn skođa međ berum augum, sum hver. Ţangađ var haldiđ en ţegar viđ vorum rétt ađ leggja af stađ sagđi vinnufélagi fóstra míns ađ viđ ,,yrđum" ađ skođa Chateau de Val á leiđinni. Viđ höfđum aldrei heyrt stađinn nefndan, en ţegar viđ ókum fram á skiltiđ ţangađ, ákváđum viđ ađ tékka. Leiđin lá um óhrjálegan veg međfram einhverju framkvćmdasvćđi og okkur fannst ţetta nú ekki merkilegt umhverfi. En allt í einu opnađist útsýniđ sem sést á međfylgjandi póstkorti, sem ég hef ekki sent enn, ţar sem ég mundi hvorki nafn né heimilisfang á spákonunni góđu. Ţannig ađ ef hún les ţetta og ţekkir, ţá vildi ég gjarnan koma ţví til skila.

chateauduval.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband