Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
Það lið sem slær Álftanes úr keppni í Útsvari hefur alltaf sigrað keppnina í úrslitaleiknum
21.1.2012 | 01:13
![]() |
Garðabær áfram í Útsvari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ástandið í flokknum (mínum) svona?
17.1.2012 | 18:37
Mér er það vel ljóst að á ýmsu hefur gengið bakvið tjöldin innan Vinstri grænna og sumt hefur ratað á félagsfundi, flokksráðsfundi og landsfund. Þung orð hafa fallið í reiði og þungar ásakanir færðar fram, og það er ekkert skemmtiefni. En sem betur fer hefur gagnrýni mjög oft fylgt ítarlegur rökstuðningur. Oft er ég ósammála einstökum þingmönnum og ráðherrum en mér finnst hægt að vera ósammála, jafnvel um mikilvæg málefni, án þess að vera orðljótur. Er það til of mikils mælst? Hvernig á að vera hægt að stjórna landinu ef ekki er hægt að stjórna skapi sínu? Ekki var því mætt með sams konar orðbragði þegar Samfylkingin greiddi atkvæði þvers og kruss þegar ákvarðað var upphaflega hverja skyldi draga fyrir Landsdóm.
Það er löngu ljóst að bæði blogg-færslur og fésbókarfærslur eru tjáning á opinberum vettvangi og fjölmiðlar fljótir að þefa hvort tveggja upp svo allt sem sagt er á þeim vettvangi hlýtur að vera sett fram viljandi.
Oft hef ég verið meira sammála Ögmundi og Guðfríði Lilju en í Landsdómsmálinu, en ég hlusta samt á rök þeirra fyrir málflutningi sínum og er reyndar fullkomlega sammála því að þetta mál er ekkert uppgjör við hrunið eitt og sér. Það vantar mikið upp á hlustun í þessari ríkisstjórn og meðal allt of margra stuðningsmanna hennar.
![]() |
Árni Þór: Flestir sótraftar á sjó dregnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sundurlyndi, samviska eða sópað undir teppið
9.1.2012 | 18:08
Óli kommi stendur upp - núna
3.1.2012 | 19:06
![]() |
Óli kommi hættur í VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |