Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Jónsmessugleði í Garðabæ - tek þátt í útisýningu

Það er ábyrgðarhluti að vera kominn á fullt í myndlistinni eftir aðeins of langt hlé. Nú er erfitt að halda aftur af sér, þó það sé ekki hægt að gera allt. Missti af þátttöku í gjörningi í tengslum við kvennahlaupið, vegna eigin sýningar, en nú verð ég sannarlega með í Jónsmessugleði í Garðabæ í kvöld. Hvet alla að nota góða veðrið og líta við hjá okkur, þetta er á ströndinni við Sjálandshverfið, á yndislega fallegum stað.

Hér er er aðeins meira um dagskrána:

JÓNSMESSUGLEÐI Í GARÐABÆ 24. JÚNÍ – GEFUM, GLEÐJUM, NJÓTUM.


Nú á Jónsmessunni miðvikudaginn 24. júní frá kl. 20:00 – 24:00 munu myndlistarmenn úr Garðabæ halda útimyndlistarsýningu við Strandstíginn í Sjálandinu.

Um tuttugu myndlistarmenn taka þátt og munu með því leggja sitt að mörkum til að skapa eftirminnilega kvöldstund þar sem gestir og gangandi geta komið saman með það í huga að gefa, gleðja og njóta.


Tónlistarfólk, kórar bæjarins, skátafélagið Vífill og fleiri aðilar hafa lagt sitt af mörkum til að gera þetta kvöld sem eftirminnilegast. Myndlistarmennirnir eiga þann draum að þetta verði upphafið að árvissri Jónsmessunæturgleði í okkar ágæta bæ.
 

 


Úlfaldar allra landa sameinist og farið gegnum nálaraugað! Ríki maðurinn fer þangað ekki. Það var sannarlega kominn tími til að halda myndlistarsýningu ...

ulfaldar_866812.jpgÞað var sannarlega kominn tími til þess að halda myndlistarsýningu. Mér er gjarnt að vinna með þemu, stundum árum saman, þannig hafa kettir og úlfaldar verið á sveimi í myndheiminum sem ég er að skapa. Sjaldan þó eins og núna. Hellamálverk af köttum og úlfaldar, ásamt smámyndum og módelstúdíum eru viðfangsefni sýningarinnar. Í framhaldi hef ég svo dottið niður í alls konar pælingar um úlfalda, sem NB urðu mjög spennandi í mínu lífi, þegar ég upplifði að fara á bak slíkri skepnu í Marokkó þegar ég var bara sex ára gömul. Mér finnst hins vegar mjög margt varðandi úlfalda spennandi, þolgæðið auðvitað eiginleiki sem ég vildi gjarnan hafa enn meira af (er með slatta) og svo eru formin í skepnunni bara ótrúleg. Og eins og árar þá finnst mér einboðið að við eigum eftir að horfa á fullt af úlföldum skokka eins og ekkert sé gegnum nálaraugu. En það er nú önnur saga.

Fyrri degi sýningarinnar er lokið en á morgun, sunnudag, verður sýningin áfram opin milli klukkan 13 og 18 í húsi Loftorku, Miðhrauni 10, Garðabæ, á móti Marel.

Í dag var rennerí nokkuð jafnt og þétt, nema hvað ég veit núna að það er of snemmt að hefja sýningar klukkan 13 á daginn, hélt ég væri svona tillitssöm við þá sem væru að fara annað, en fyrsta korterið eða tuttugu mínúturnar voru dauður tími, eftir það bara frábært ... áfram er opið á morgun og allir velkomnir, að sjálfsögðu! 


Sýning um helgina - Hellar og eyðimerkur 2009

Sennilega eru hellar og eyðimerkur ekkert ofarlega í hugmynd fólks en ég ætla nú samt að hafa það sem þema sýningar sem ég verð með um helgina hjá Loftorku í Garðabæ, - nánar tiltekið í Miðhrauni 10. Öllum er velkomið að líta við og hér að neðan, undir myndinni, er leiðarlýsing.

aacimg4403.jpg

 

 

 

 

Sýninguna kalla ég Hella og eyðimerkur 2009

leidarlysing_866216.jpg

 

 


Sorglegast að heyra fólk segja: Þetta er bara byrjunin ...

Verð að viðurkenna að ég kunni varla við það að fara og skoða rústirnar í nágrenninu við húsið mitt, hálfgerður óhugur í manni vegna þeirrar óhamingju sem liggur að baki. En svo eftir fréttirnar í kvöld var eiginlega ekki hægt að verja það að skoða ekki þessa samtímasögu á meðan hún var að gerast fyrir framan nefið á manni. Svo við Heiða vinkona, sem var stödd hjá mér, litum við og þarna var múgur og margmenni og þungt yfir flestum. Ótrúlega mikið raunverulegra að koma að þessum stað og sjá með eigin augum, en að skoða fréttir fjölmiðla.

Það voru fleiri en einn staddir þarna sem sögðu eitthvað á þessa leið: Þetta er bara byrjunin ... og mér finnst það sorglegt. Hef ekki hugmynd um hvort það er rétt eða ekki, en þessi atburður er óneitanlega stingandi yfirlýsing um hvernig einn tiltekinn maður að minnsta kosti upplifir ástandið. Fólki á vettvangi var líka tíðrætt um að bankar tækju aldrei neina ábyrgð heldur settu hana eingöngu yfir á aðra. Og bankarnir ...


mbl.is Bankinn fékk ekki lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm jökla sýn úr sumarbústaðnum

Við höfum útsýni yfir fimm jökla héðan úr sumarbústaðnum, Eiríksjökul, Langjökul, Geitlandsjökul, Þórisjökul og Okið (sem hermenn kölluðu víst Ókei hér í eina tíð og er að mestu búið að týna jökulhettunni sinni). Óvenju góð sýn á þá í dag þegar ég renndi upp í bústað að sinna ýmsum verkefnum.

CIMG4506

 

 

 

 

 

 

CIMG4508

 

 

 

 

 

 

CIMG4509

 

 

 

 

 

 

CIMG4511


Skýr skilaboð

Þetta eru augljóslega skýr skilaboð frá þjóðinni og ættu að vera leiðarljós um næstu skref í málinu. Það er enn opið.
mbl.is Meirihluti vill þjóðaratkvæði um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söguvefur Sjálfsbjargar kominn í loftið - fyrsta verkefnið mitt af þessu tagi

Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra - fagnaði 50 ára afmæli sínu í stórkostlegu veðri í dag. Ég hef tekið miklu ástfóstri við Sjálfsbjargarhúsið að undanförnu, allt fólkið það, starfsemina og andrúmsloftið sem er engu líkt. Haft vinnuastöðu í herbergi þar sem hljóðfæri eru geymd og í dag fékk ég loks að heyra í hljómsveitunum sem hafa verið að æfa þar á öðrum tímum en ég er þar að öllu jöfnu.

Aðalviðburðurinn fyrir mig í dag - og vonandi fyrir fleiri - var opnun söguvefs Sjálfsbjargar á www.sjalfsbjorg.is/saga - þetta hefur verið meginverkefni mitt að undanförnu og sérlega skemmtilegt að kynnast þessari merkilegu baráttusögu. Fyrsta útgáfa vefsins er sem sagt tilbúin og ég er þegar farin að fá smá gersemar frá Sjálfsbjargarfélögum sem ég ætla að nota í viðbætur, því þessum vef er ætlað

10_ting_heidrun_m_gitar_858979.jpg

að þróast og dafna og gerir það án efa, hvort sem ég fylgi honum eftir að annar háttur verður hafður á. Helst langar mig auðvitað að halda utan um hann sjálf en aðalatriðið er að binda vefinn

 

ekki á klafa einhvers strangleika, það stríðir alla vega gegn mínum hugmyndum um þróun efnis á vefnum. Þannig að ég veit hreinlega ekki hversu lengi þetta ,,baby" mitt kýs að vera í mínum höndum og hvenær það fer að lifa sjálfstæðu lífi, en mitt er að fylgja því eftir með eins góðu veganesti og ég mögulega get.

 


Enn um lýðræðishallann í Evrópusambandinu

Eins og ég hef margoft bloggað um er skortur á lýðræði og fjarlægð frá valdi og ákvarðanatöku ein helsta ástæða þess að ég er einlæglega andsnúin Evrópusambandinu. Ákvarðanir sem teknar eru af andlitslausu valdi sem aldrei þarf að standa reikningsskap gerða sinna er nokkuð sem mér er fyrirmunað að skilja að nokkur geti sætt sig við, enda eru fjölmargir innan ESB sem eru mjög mótfallnir þessu. Einn þeirra er fv. Evrópusambandsþingmaðurinn Jens Peter Bonde frá Danmörku, sem kom eftirminnilega fram á sjónarsviðið í ESB-umræðunni í baráttunni gegn Maastricht-sáttmálanum. Hann hefur verið ötull að rekja galla ESB innan ESB-batterísins og ég vil endilega benda á vef hans. Því hefur reyndar verið slegið upp af fjölmiðlafólki sem fylgist ekki með að Jens Peter sé ekki lengur andvígur ESB, en það hefur alltaf verið vitað að afstaða hans til ESB er margslungin, Danmörk hefur lengi verið innan ESB, á litla von um að sleppa út og hann hefur viljað vinna að lýðræðisumbótum innan ESB, samtímis er hann hins vegar mjög harður gagnrýnandi sambandsins og vel þess virði að lesa það sem hann skrifar. Hér er tengill á vef hans og þar að neðan smá fróðleikur um andlitslausu kommissarana (á ensku):  

www.euabc.eu

APPOINTED IN SECRET

Commissioners are not elected. They are SECRETLY appointed by prime ministers. They always meet behind closed doors in the European Council. Formally the appointment is through a vote by super qualified majority.

Under the Treaty of Nice the appointment of a commissioner requires the support of 18 of the 27 prime ministers. Under the Lisbon Treaty it will require the support of 72 % - 20 of the 27 - prime ministers. Tthis is also equal to a representation of 65 % of all EU citizens where prime ministers vote with the number of their citizens.

The full Commission is approved by a majority vote in the European Parliament.

Commissioners cannot be sacked by national governments or parliaments. The non-elected Commission may govern for 5 years. Only in theory can the Commission be sacked by members of the European Parliament.

It would require a majority of 2/3 and an absolute majority of members. Not a simple majority as in the national parliaments. Minorities in the European Parliament have been threatening with motions of censure. Even when applied they never succeeded.

The European Parliament cannot sack an individual Commissioner or insert another Commission. Only prime ministers have the right to propose a new Commission if the European Parliament should reject their first proposal or sack with the 2/3 majority.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband