Úlfaldar allra landa sameinist og farið gegnum nálaraugað! Ríki maðurinn fer þangað ekki. Það var sannarlega kominn tími til að halda myndlistarsýningu ...

ulfaldar_866812.jpgÞað var sannarlega kominn tími til þess að halda myndlistarsýningu. Mér er gjarnt að vinna með þemu, stundum árum saman, þannig hafa kettir og úlfaldar verið á sveimi í myndheiminum sem ég er að skapa. Sjaldan þó eins og núna. Hellamálverk af köttum og úlfaldar, ásamt smámyndum og módelstúdíum eru viðfangsefni sýningarinnar. Í framhaldi hef ég svo dottið niður í alls konar pælingar um úlfalda, sem NB urðu mjög spennandi í mínu lífi, þegar ég upplifði að fara á bak slíkri skepnu í Marokkó þegar ég var bara sex ára gömul. Mér finnst hins vegar mjög margt varðandi úlfalda spennandi, þolgæðið auðvitað eiginleiki sem ég vildi gjarnan hafa enn meira af (er með slatta) og svo eru formin í skepnunni bara ótrúleg. Og eins og árar þá finnst mér einboðið að við eigum eftir að horfa á fullt af úlföldum skokka eins og ekkert sé gegnum nálaraugu. En það er nú önnur saga.

Fyrri degi sýningarinnar er lokið en á morgun, sunnudag, verður sýningin áfram opin milli klukkan 13 og 18 í húsi Loftorku, Miðhrauni 10, Garðabæ, á móti Marel.

Í dag var rennerí nokkuð jafnt og þétt, nema hvað ég veit núna að það er of snemmt að hefja sýningar klukkan 13 á daginn, hélt ég væri svona tillitssöm við þá sem væru að fara annað, en fyrsta korterið eða tuttugu mínúturnar voru dauður tími, eftir það bara frábært ... áfram er opið á morgun og allir velkomnir, að sjálfsögðu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband