Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Fuglasöngur á fimmtu hæð: Heitir dagar í Austur-Ungverjalandi

Fuglarnir hér úti fyrir syngja allt hvað af tekur. Við erum á fimmtu hæð í stóru húsi í Debrecen í Austur-Ungverjalandi, þar sem er varla meira en 15 mínútur í loftlínu til Rúmeníu (út um gluggann minn, en ég sé ekkert fyrir háum trjáum og húsum) og klukkutími út um eldhúsgluggann til Úkraínu. Próflestur læknanemanna gengur vel, sömuleiðis vinnan mín og síðast frágangur á lokaverkefi, sem er degi á undan áætlun. Hitinn úti er 34 gráður en ekkert of heitt. Set inn myndir við tækifæri.

Aftur komin til Ungverjalands, með hauskúpu og halwa í farangrinum

Þá er ég aftur komin til Ungverjalands, sem er alltaf mjög gaman. Fyrir utan að það er fínt að vera hjá Hönnu, þá er veðráttan og umhverfið hér mjög skemmtilegt allt saman. Ferðalagið tók sinn tíma, ég nýtti tímann vel í London og kláraði hauskúpukaup, halwa-kaup og fleira (ekki að smygla neinni mannlegri hauskúpu samt, þetta er úrvals plast og hentar vel fyrir læknanema). Svo er bara að taka verkefnin upp úr töskunni og af netinu, nóg sem liggur fyrir hérna framundan. Þetta er engin letiferð, en verður samt hvíld eftir fjölbreytta törn að undanförnu.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband