Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Veðurklúbburinn á Dalvík hefur talað
28.2.2008 | 18:46
Hvítt, hvítt, hvítt ...
28.2.2008 | 00:37
Bak-tak
26.2.2008 | 22:39
Árstími alls konar kvilla og þess konar. Búin að vera með tak í bakinu, á gamla staðnum þar sem ég lenti í hryggbroti endur fyrir löngu eftir byltu í hestamennsku. Frekar fúlt, en fer samt frekar skánandi. Ólíkt því sem var þegar ég braut mig um árið þá er skást að sitja en verra að standa upp. Eftir hryggbrotið um árið gat ég nefnilega ekki setið, heldur bara legið eða staðið, sem var mjög ópraktíkst, einkum þar sem krakkarnir voru litlir og ég þurfti að fara í stúdentaafmæli. Það er í eina skiptið sem ég hef staðið til borðs í sameiginlegu borðhaldi ;-) Stefni að því að verða skárri á morgun, þetta stoppar mig sem betur fer ekki af í einu eða neinu, nema ég myndi líklega hvorki fara í minigolf, skvass eða tennis, og þaðan af síður í golf, þessa dagana. Ekki mikill fórnarkostnaður.
Af hverju fást ekki sítrónugosdrykkir á Íslandi?
26.2.2008 | 00:52
Áhrifaleysi smærri ríkja í ESB fer vaxandi - bendi á góða grein um málið
25.2.2008 | 00:02
Næsta barátta verður miklu skemmtilegri - og skiptir miklu, miklu, miklu, miklu meira máli
24.2.2008 | 17:24
Ennþá í þykkri fýlu út af Eurovision framlaginu okkar, tel að við höfum orðið af góðum kosti og jafnvel góðum kostum. Hélt alveg innilega með Silvíu Nótt og enn meira með laginu hans Svenna og hörkuflutningi Eiríks Hauks. En nú bíð ég bara eftir að Ho, ho, ho lagið verði heimsfrægt en öll Eurovision lögin gleymist. Fræðilegur möguleiki.
En það er önnur og mun mikilvægari keppi í gangi. Keppnin um næsta forseta Bandaríkjanna. Mikilvægast af öllu, og sem betur fer mjög líklegt, er að demókrati sigri næst. Ég held afskaplega einlæglega með Hillary Clinton, vil endilega sjá hana halda áfram með góða heilbrigðiskerfisbreytingar í Bandaríkjunum. Treysti henni líka vel í umhverfismálum, sem er auðvitað rosalega mikilvægt málefni og allur heimurinn bíður eftir breytingum í Bandaríkjunum. Hún hefur rosalega reynslu og hefur mikla möguleika á að vinna sínum hugsjónum brautargengi. Obama er mun meira óskrifað blað, en samt er ég alveg tilbúin að sjá hann í forystu baráttunnar, og efast ekki um að hann muni fá þann stuðning sem hann þarf vinni hann forkosningakapphlaupið.
Það er mjög heillandi að fylgjast með þessari baráttu og enn meira spennandi verður að fylgjast með forsetakosningunum síðla næsta haust.
Eurovision: Verðskulduð vonbrigði - áhuginn búinn
23.2.2008 | 22:11
Mörg álitamál þegar úrslitin liggja fyrir:
Ho, ho ho var hrikalega mikið lélegar flutt en seinast. Mikil vonbrigði og verðskulduð vonbrigði.
Dr. Spock var ótvíræður sigurvegari kvöldsins! Mikið rosalega var serbneski textinn flottur og flutningurinn æði.
Lagið sem vann finnst mér frekar leiðinlegt og lýkur hér með áhuga mínum á Eurovision þetta árið.
Davíð var flottur í Mika stellingunum.
Ragnheiður Gröndal er alltaf yndisleg.
Magga Eiríkslagið var gott, ekki við öðru að búast.
Hó, hó, hó, hér kemur Euróvision - spennandi kvöld framundan
23.2.2008 | 16:41
Hlakka fáránlega til kvöldsins og treysti því að sigur Hó, hó, hó ... verði innsiglaður með bravör. Veit að það eru til aðrir sem halda með öðrum lögum, aðrir sem fíla ekki fyrirkomulag keppninnar og hef reynar heyrt gott innlegg á síðu hér á blogginu um að skipta þessari keppni í tónlistarkeppni annars vegar og ,,show"-keppni hins vegar (líklega hjá nöfnu).
En ... þetta er svona núna, þetta er keppnin, keppnisfyrirkomulagið og svo auðvitað eina sanna lagið. Hó, hó, hó ... Kannski á ég ekki sem feministi að styðja lag með Gilzenegger innanborðs, en mér finnst mjög fyndinn húmor að sjá hann spila með einum putta og þvílíka einbeitni í svipnum að aðeins það að tyggja tyggjó samhliða gæti rofið hana.
Spennt fyrir kvöldinu og hlakka til að sjá Barða í viðtölum við erlenda blaðamenn, sem eru ýmsu vanir eftir Silvíu Nótt, en kunna kannski ekki alveg á Barða.
Robert Downing Jr. er ótrúlega skemmtilegur leikari
23.2.2008 | 00:21
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook
Landbrot víðar en á Íslandi
22.2.2008 | 01:40
Ég las í blaði að fallegu sandöldurnar á suðurodda Gran Canaria væru í hættu og yrðu jafnvel horfnar eftir 90 ár ef ekki yrðu eitthvað að gert. Átti samt ekki von á því að sjá ummerki um landbrot svo augljóslega og raun bar vitni er við Ari gengum með ströndinni frá Ensku ströndinni (strönd Englendingsins, til að vera nákvæm) og til Maspalomas sem er um klukkutíma gangur, en þetta var síðastliðinn mánudag.
Klettarnir við vesturströndina eru hins vegar svo vígalegir að á þá bítur ekkert, en langt upp í landi má sjá gamlar sjávarlínur, rétt eins og heima á Íslandi. Loftslagið öllu mildara og rokið miklu hlýrra og miklu minna.