Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Boston rokkar bara vel

Boston rokkar feitt við fyrstu kynni alla vega. Eyddi deginum i að kynnast henni aðeins, for um allt og skoðaði visindasafnið sem er tilkomumikið. Var að ganga um borgina fram yfr kvoldmat, fekk mer sma hressingu a Starbucks og kikti i bokabud, og eitthvað aðeins a markað. En mest var eg að skoða mig um viðs vegar um borgina. Fyndið að einn af minum uppahalds spennusagnahofundum, Rober B. Parker, sem skrifar um Boston i bokum sinum, var einmitt að tala um husið við hliðina a Starbucks, sem eg var að rolta framhja fimm minutum aður en eg fletti nyjustu bokinni hans i Borders (keypti hana auðvitað). Sem sagt gamla City Hall, sem nuna er franskt veitingahus. I School Street, ef einhver er kunnugur, sem abyggilega er. Eg er ekki orðin afhuga New York, of hrifin af borginni til að halda ad slikt gerist nokkurn tima, en eg get alveg hugsað mer að fljuga her um aftur. Jafnvel fara hingað serstaka ferð, hmmm, varla, eg fer ekki i verslunarferðir, her bua vinir og vandamenn ekki, og ekki fer eg hingað i solarferð. En samt, borgin rokkar bara vel!

Boston og samskiptin

Komin til Boston og hef eiginlega verið a fullu i samskiptum við skemmtilegt folk. Fyrst borðaði eg med gamalli vinkonu ur Kvennalistanum, Margreti og hennar manni, a ljomandi mexikonskum veitingastað her a hotelinu, og i morgun voru komin vid bordid mitt, eftir að eg hafði sigrað barattuna vid vofflujarnið alveg storskemmtileg eldri hjon, sem var virkilega gaman að tala við, svona flokkukindur eins og eg. Gafu mer fin rað um daginn sem eg mun nota til að  skoða Boston.

Langsóttur kostur við vonlaust gengi

Loksins er ég búin að uppgötva einn kost fyrir eina manneskju við gengið, eins og það er þessa stundina. Það er bara engin krafa gerð á okkur, sem erum að bregða okkur úr landi, að mæta heim með allar jólagjafirnar frá útlöndum og fata fjölskylduna upp í leiðinni. Bara allt of dýrt. Ég er alsæl, ekki mjög hrifin af að eyða dýrmætum tíma erlendis í að hanga í búðum sem flestar eru eins um allan heim. Eina undantekningin er bókabúðir, þær eru ekki alls staðar eins og þær eru bara frábærar, flestar hverjar, fer kannski svolítið eftir ríkjandi tungumáli í landinu ;-) þótt ég hafi nú rekist á Kristmann í tékkneskri fornbókabúð og dýrustu bækur í heimi í dönskum meðalbókabúðum.

En sem sagt, slepp við búðarferð, og get einbeitt mér að því að umgangast ættingja og vini, sem er svo miklu skemmtilegra. Gerir ekkert til þótt ég eigi eftir að borga hótelið mitt í Boston með einhverjum fokdýrum dollurum, það er vel þess virði að fá tíma til að kíkja á borgina utan búðanna, stoppa nógu stutt þar samt.

Og nú er að styttast í að bloggfríið mitt styttist í hinn endann. Það hefur verið hálf endasleppt í alla enda. Ætli ég komist ekki í gang aftur fljótlega uppúr helgi.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband