Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Kapphlaup um orkufyrirtæki
2.7.2007 | 19:25
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook
Vantar nokkra klukkutíma í sólarhringinn?
2.7.2007 | 00:57
Man eftir því að góður félagi minn úr blaðamennsku skrifaði eitt sinn um það að raunverulegur sólarhringur fólks væri 25 stundir en ekki 24. Gæti skýrt hvers vegna hugur og skrokkur hlýðir ekki alltaf opinberu klukkunni.
En alla vega, hef alltaf verið skotin í eftirfarandi dæmisögu: Maður nokkur kom til spekings eins og kvartaði undan því að hann hefði aldrei tíma. Fáðu þér kú, sagði spekingurinn. Karl gerði það en ekki virkaði það. Fór aftur til sama spekings (hversu skynsamlegt sem það var) og fékk þá að vita að hann ætti að fá sér geit. Síðan koll af kolli þar til karl átti heljar bústofn. Þá kom hann örmagna til spekingsins (það hefur ábyggilega bara verið einn slíkur á svæðinu) og sagði að þetta virkaði bara ekki. Nema spekingurinn sagði honum að losa sig við öll dýrin og þá ætti hann allan heimsins tíma.
Þannig að núna, þegar ég eyði alldrjúgum tíma af og til í að blogga sjálf og skoða blogg annarra og kommentera, þá veit ég það alltaf innst inni að ég er bara að safna mér tíma, sem ég get innleyst hvenær sem er, þegar á þarf að halda. Gott að safna svona varasjóði ;-)
Yndisleg helgi, sólarlandaferð í bústaðinn okkar í Borgarfirði, þar sem við höfðum það gott og bárum viðarvörn á neðri pallinn, svona til að finna að við værum að gera eitthvað gagn í leiiðinni. Erfitt að trappa sig niður eftir alla flotvinnuna.
Föstudagurinn var partídagurinn okkar, fyrst afmæli hjá Andrési Snorrasyni og síðan INNN partí hjá Sigrúnu. Hvort tveggja rosalega vel lukkað í veðurblíðunni.
Svo þegar við vorum að keyra Álftanesveginn ofan úr bústað hringdi sonur okkar, sem hefur smátt og smátt tekið yfir eldamennskuna yfir á heimilinu, til að láta okkur vita að maturinn væri tilbúinn. Okkar beið fínasta veisla, nautaspjót með alls konar grænmeti og ostum, ekkert smá gott og ómótstæðileg súkkulaðikaka í eftirrétt. Ég verði eiginlega að kalla hann listakokk. Þetta er reyndar ekki eina listin sem hann sinnti um helgina, því á meðan við foreldrarnir vorum að mála neðri pallinn var hann líka í málningapælingum á eilítið meiri alvörulistarnótum. Hann hefur reyndar þegar sannað sig á listasviðinu, þótt hann hafi ekki lagt myndlist fyrir sig í alvöru (enn) en samt hætti ég ekki að vera hissa á því hvað hann á létt með að fara á nýjar slóðir í myndlist. Held ég verði að taka undir með mömmu sem vill ólm að hann fari meira út á þetta svið, enda sjálf að taka upp þráðinn í myndlistinni og vel meðvituð um þessa hæfileika dóttursonarins.