Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Kaldhæðni: Orðið gleym-mér-ei gleymdist á listanum en hefur samt fengið nokkur atkvæði - kemst með í lokakeppnina vegna þessa tæknigalla (og vinsælda orðsins)

Kaldhæði orðanna eða örlaganna. Orðið gleym-mér-ei var komið löglega í keppni og þar sem það hefur ekki fengið sömu auglýsingu og hin tilnefndu orðin, en samt nokkur atkvæði, þá hefur það verið dæmt með í lokakeppnina, vegna þessa tæknigalla og vinsælda þrátt fyrir hann. Þar með eru orðin sem virðast á leið í lokakeppnina orðin tólf. Og auðvitað var þetta orðið gleym-mér-ei sem varð fyrir barðinu á þessum örlögum Crying

Miðnætti nálgast - þá hefst kosningin um fegursta orð íslenskrar tungu - ellefu orð eru á toppnum

Á miðnætti verður ljóst hvaða tíu (eða ellefu) orð hafa hlotið flestar tilnefningar af þessum 87 sem hafa verið nefnd til sögunnar í fegurðarsamkeppni íslenskra orða. Í augnablikinu eru 5 orð jöfn í 7-11 sætinu og með því að leyfa ellefta orðinu að taka þátt get ég látið kosningu hefjast á miðnætti eins og til stóð. En enn geta tölur breyst, svo allur fyrirvari er á þessari tilkynningu.

Ljósmóðir, dalalæða eða kærleikur fegurstu orð íslenskrar tungu? (Og poolmótið í gærkvöldi)

Enn eru atkvæði að dreifast of mikið til að gefa sterka vísbendingu á öll þau orð, 87 talsins, sem hafa fengið tilnefningu í keppninni um fegursta orð íslenskrar tungu. Samt hefur orðið Ljósmóðir haft forystu frá upphafi og orðið kærleikur fylgt fast á eftir. Núna er orðið dalalæða komið fast upp að hlið kærleikans. Út þennan sólarhring er hægt að lýsa stuðningi við einstök orð, og þau10 sem verða á toppnum þá fara í lokakeppnina. 

En að öðrum þáttum í lífinu. Ég vann í næstum fimm ár á vinnustað þar sem mikið var um að ég kæmist ,,út að leika með krökkunum" - sem var nokkuð nýtt fyrir mér. Hvorki Læknablaðið, Alþingi, Vikan né Garðaskóli voru þannig vinnustaðir, þótt góðir væru. Svo fór ég að vinna í hugbúnaðarbransanum, og allt í einu var ég farin að eyða stöku síðdegi og allmörgum kvöldum við að spila pool, borðtennis,  fara í keilu, laser tag en reyndar varð ég að segja pass þegar við fórum í paintball, því viku síðar ætluðum við Ari í silfurbrúðkaupsferð til Egyptalands og mér fannst ekki við hæfi að mæta á ströndina útötuð marblettum, sem mér skilst að séu fylgifiskar paintball.

Nú er ég búin að færa mig um set í hugbúnaðarbransanum og minna um leiki, en samt hafa verið haldin nokkur poolmót og ég er hreinlega í skýjunum yfir því sem haldið var í gærkvöldi, þar sem ég náði fjórða sætinu (!). Hæfileikar mínir á þessu sviði byggjast á nokkrum leikjum í febrúar hvert ár, þegar við Ari erum á Kanarí. Þetta er næstum eins og þegar Íslendingar ,,sigruðu" Frakka 1-1 í fótbolta um árið!


Fegursta orð íslenskrar tungu - forystuorðin - línur skýrast en allt opið enn

Línur eru ögn að skýrast í valinu á 10 fegurstu orðum íslenskrar tungu, en um þau verður kosið í framhaldi af þessu forvali. Enn er orðið ljósmóðir með góða forystu, en orðin dalalæða,  andvari, kærleikur og friður koma næst á eftir. Blær, djúp, hrynjandi, undur og von koma þar á eftir. Önnur orð koma þar á eftir, hafi ég skoðað listann rétt. Orðin í neðri sex sætunum hafa aðeins 6-7 tilnefningar að baki og hægt að segja að öll orð eigi enn möguleika á að komast á 10 orða listann, en ætla má að efstu fjögur orðin ættu að komast að, ef engin meiri háttar smölun hefst með öðrum orðum. Ný orð sem tilnefnd voru, mörg mjög skemmtileg, komast ekki inn á listann nú, svo jafnræðis sé gætt gagnvart öllum, því margir fleiri vildu eflaust tilnefna fleiri góð orð.

Núna er sólarhringur þar til úrslit um 10 efstu orðin liggja fyrir. Og hér er listinn uppfærður:  

Almætti
Andvari (11)
Ást (3)
Barn (2)
Baugalín (5)

Ber

Blikur (2)

Blær(6)

Boðberi (2)
Brigsl
Dalalæða (12)
Dásemd(2)
Dís (2)

Djúp (7)

Dögg (2)
Eilífð (6)
Eirð
Englasöngur
Firrð (3)
Fjaðrablik (2)
Fjalldrapi
Fjarski (3)

Fjóla (2)

Frelsi (2)

Friður (7)

Gjálífi
Gleði (2)
Gæska (4)
Himinblámi (4)
Hittiðfyrradagur (2)

Hjálpsemi

Hnúkaþeyr (3)

Hógværð
Hrynjandi (6)
Hunang (2)
Hvanndalafossar
Jæja
Kakkalakki
Kona (2)
Kærkominn

Kærleikur (13)

Líf (5)

Ljóð (2)
Ljósmóðir (18)
Ljósvaki (3)
Ljúflingur (2)

Mamma (5)

Miskunn 

Morgunroði
Móðir (3)
Nauðlending
Nenna
Nótt (4)
Orð (3)
Óðfluga (2)

Óstjórn

Röst 

Samhygð
Samkennd (3)
Samstarf
Skrautfjöður

Snjóþekja

Sonatorrek 

Sól
Sólargeisli
Sólskríkja (2)
Straumur

Streymi

Sumar (2)

Svif (4)
Sæll (3)
Taktur
Túnfífill

Unaður (3)

Undur (6)

Vinabönd
Vinátta (2)
Viska (3)
Von (6)
Vor
Yndi (3)
Þel (4)
Þingvellir
Þoka (3)

Þýða (2)

Æska (2)

Öndvegi (2)

 

 


Eftir rúmar 38 stundir verður ljóst hvaða orð taka þátt í lokakeppninni um fegursta orð íslenskrar tungu - enn er hægt að hafa áhrif

Brá mér upp í sumarbústað eftir vinnu í gær og því er ég ekki búin að uppfæra atkvæðafjöldann sem hvert orð hefur fengið í keppninni um fegursta orð íslenskrar tungu. Þakka öllum sem hafa tekið þátt nú þegar og minni á að á lokasprettinum þarf líka að líta við og kjósa rétta orðið, en þá stendur valið eingöngu um 10 vinsælustu orðin.

Hins vegar var enginn vafi á því hvert var fegusta útsýni íslenskrar náttúru í morgun, það var fimm jökla sýn úr Borgarfirði, þar sem sól og blíða brosti við okkur þegar við lögðum af stað til vinnu um sex leytið. Það var ekki fyrr en undir Hafnarfjalli sem við ókum undir skýjabakkann, sem lá eins og mara yfir höfuðborgarsvæðinu. Mér sýnist á spám að helgin verði góð. 


Himinlifandi yfir þátttökunni og handviss um að í þetta sinn finnum við fegursta orð íslenskrar tungu - leitin er hálfnuð

Nú er leitin að fegursta orði íslenskrar tungu rétt um hálfnuð. Tilnefningar nálgast hundraðið, þar af náðu 87 tímanlega inn í keppnina. Atkvæði dreifast mjög mikið ennþá, en samt eru línur rétt að byrja að skýrast. Listinn er í þriðja bloggi hér frá og ég held áfram að uppfæra hann þar enn um sinn, en afrita hann svo þegar á þarf að halda. Á fimmtudagskvöldið (miðnætti) ætti að liggja ljóst fyrir hvaða 10 orð hafa náð inn í úrslitakeppnina, sem verður haldin á skoðanakannanasvæðinu hér til hliðar. Ef nokkur orð verða jöfn í neðri sætunum (af þeim 10 efstu) verður eflaust að kjósa milli þeirra í sólarhring í viðbót.

Hver og einn má styðja 1-10 orð í milliriðlum í keppninni um fegursta orð íslenskrar tugu

Orð eru vandmeðfarin. Ég sé að ég hef skrifað frekar óljóst um það hvernig velja á þau 10 orð sem fara í lokakeppnina um fegursta orð íslenskrar tungu. Hver og einn má styðja 1-10 orð í lokakeppnina (hámark 10 til að ég nái að halda utan um öll atkvæðin). Listinn er í næsta bloggi á undan og endilega verið dugleg að styðja ,,ykkar" orð.

Veljið þau orð sem kosið verður um í keppninni um fegursta orð íslenskrar tungu - valið stendur næstu daga

 Á níunda tug tilnefninga hafa komið í keppnina um fegursta orð íslenskrar tungu. Hér að neðan er listinn en látið vita ef ég hef misst af einhverri tilnefningu. Nýjar tilnefningar eru hins vegar ekki leyfðar lengur. Næstu daga (fram á fimmtudagskvöld) bið ég ykkur að velja þau 10 orð sem þið styðjið í þessari keppni og láta vita í athugasemdakerfinu. Nú þegar hafa 7 manns lýst yfir stuðningi við orðin kærleikur og ljósmóðir. Allar tilnefningarnar komu í athugasemdakerfið, nema sigurvegari úr miklu minni keppni sem var haldin fyrir ári, blikur.  

Almætti
Andvari (5)
Ást (3)
Barn (2)
Baugalín (2)

Ber

Blikur (2)

Blær(3)

Boðberi (2)
Brigsl
Dalalæða (4)
Dásemd(2)
Dís (2)

Djúp (5)

Dögg (2)
Eilífð (3)
Eirð
Englasöngur
Firrð (3)
Fjaðrablik (2)
Fjalldrapi
Fjarski (2)

Fjóla

Frelsi (2)

Friður (3)

Gjálífi
Gleði (2)
Gæska (3)
Himinblámi (2)
Hittiðfyrradagur

Hjálpsemi

Hnúkaþeyr 

Hógværð
Hrynjandi (3)
Hunang
Hvanndalafossar
Jæja
Kakkalakki
Kona (2)
Kærkominn

Kærleikur (8)

Líf (4)

Ljóð
Ljósmóðir (12)
Ljósvaki (2)
Ljúflingur

Mamma (2)

Miskunn 

Morgunroði
Móðir (2)
Nauðlending
Nenna
Nótt (3)
Orð (2)
Óðfluga (2)

Óstjórn

Röst 

Samhygð
Samkennd (3)
Samstarf
Skrautfjöður

Snjóþekja

Sonatorrek 

Sól
Sólargeisli
Sólskríkja (2)
Straumur

Streymi

Sumar

Svif
Sæll (2)
Taktur
Túnfífill

Unaður (2)

Undur (2)

Vinabönd
Vinátta (2)
Viska (3)
Von (5)
Vor
Yndi (2)
Þel (2)
Þingvellir
Þoka

Þýða

Æska

Öndvegi (2)

 

 


75 orð hafa verið tilnefnd í keppninni um fegursta orð íslenskrar tungu - ljósmóðir hefur forystu og kærleikur í öðru sæti - kakkalakki hefur aðeins fengið eina tilnefningu (eins og flest hinna orðanna) - og svo er líf utan orðanna

Núna eru aðeins tæpir tveir tímar til miðnættis og þá hætti ég að taka við tilnefningum um fegursta orð íslenskrar tungu. Þá hefst kapphlaupið hvaða orð komast í aðalkeppnina. Mörg skemmtileg orð hafa fengið tilnefningu, falleg, skrýtin, óvenjuleg og formfögur. Þegar ég sá að kakkalakki var tilnefnt, þá rifjaðist upp fyrir mér mjög skemmtilegur atburður sem gerðist hálfa leið uppi í Hekluhlíðum þegar ég var þar á ferð með tveimur finnskum vinum mínum. Kónguló, sagði ég þegar ég var beðin um að segja þeim hvað ,,spider" væri á íslensku. Kónguló, kónguló, sögðu þeir og hlógu svo rosalega að ég var að hugsa um hvað í ósköpunum þetta þýddi á finnsku.

En orð eru ekki allt, þótt þau séu virkilega merkileg fyrirbæri. Ég er auðvitað enn í losti yfir dóminum yfir nauðgaranum á Hótel Sögu og svo finnst mér auðvitað mjög erfitt að sjávarútvegsmálin skuli vera í jafn mikilli kvótakreppu og raun ber vitni. Mótvægisaðgerðir eru ekki sérlega skýrar enn, þannig að þetta er auðvitað svolítið óskýrt.


Listi yfir tilnefningar um fegursta orð íslenskrar tungu - og tæplega þrjár stundir eftir þar til lokað verður fyrir tilnefningar

Hér er listinn yfir tilnefningar þegar innan við þrjár stundir eru eftir þar til lokað verður fyrir þær. Takið afstöðu og sendið inn seinustu orðin.

Almætti
Andvari (2)
Ást 
Barn
Baugalín

Ber

Blikur 

Blær 

Boðberi
Brigsl
Dalalæða (3)
Dásemd
Dís
Djúp
Dögg
Eilífð (2)
Eirð
Englasöngur
Firrð
Fjaðrablik
Fjalldrapi
Fjarski

Fjóla

Frelsi

Friður

Gjálífi
Gleði
Gæska
Himinblámi 
Hittiðfyrradagur

Hjálpsemi

Hnúkaþeyr 

Hógværð
Hrynjandi
Hunang
Hvanndalafossar
Jæja
Kakkalakki
Kona
Kærkominn

Kærleikur (7)

Líf

Ljóð
Ljósmóðir (7)
Ljósvaki
Ljúflingur

Mamma

Miskunn 

Morgunroði
Móðir
Nauðlending
Nenna
Nótt
Orð
Óðfluga

Óstjórn

Röst 

Samhygð
Samkennd (2)
Samstarf
Skrautfjöður

Snjóþekja

Sonatorrek 

Sól
Sólargeisli
Sólskríkja
Straumur

Streymi

Sumar

Svif
Sæll
Taktur
Túnfífill

Unaður (2)

Undur

Vinabönd
Vinátta
Viska
Von
Vor
Yndi
Þel
Þingvellir
Þoka

Þýða

Æska

Öndvegi (2)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband