Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Þarf að hugsa stjórnmálin og samfélagið upp á nýtt?

Mér hefur alltaf þótt það frekar hrokafullt að halda að einmitt núna sé samfélagsgerðin nákvæmlega eins og hún á að vera. Rétt eins og ég sætti mig ekki við þá hugsun að vísindin séu á þessu stigi ,,rétt" eða sagan sé ,,sönn". Saga vísindanna og reynsla sögunnar hefur reyndar afsannað þetta æ ofan í æ, en samt heyrum við þetta bull aftur og aftur, einmitt núna eru vísindin hafin yfir alla gagnrýni og geta í hæsta lagi tekið við einhverjum viðbótum af þekkingu, en ekki leiðréttingum. Á sama hátt eru sett allt of fá spurningamerki við grundvallaratriði samfélagsins eins og lýðræðið og kapítalismann. Allt of oft heyrist: Við höfum ekkert skárra en lýðræðið ( - í núverandi mynd - er þá átt við) eða að fall kommúnismans í Austur-Evrópu er notað sem rök fyrir ágæti kapítalismans. Hvar er metnaðurinn í svona hugsun? Eitt sinn sagði Halldór Laxness af öðru tilefni eitthvað á þessar leið: Eigum við ekki að hefja umræðuna á hærra plan, uh? Nokkuð góð setning. Woundering

Úr kjötbollublogginu yfir í hringiðuna

Eftir rúmlega tveggja ára kjötbollublogg á öðru indælu bloggsvæði er orðið tímabært að blanda sér í þjóðmálaumræðuna. Það er svo margt að gerast í samfélaginu að ég get einfaldlega ekki setið hjá lengur. Þessi vettvangur virðist virka Wink. Vinir mínir finna mig áfram á gamla blogginu og það verður áfram fréttaveita af fjölskyldu, vinum og kunningjum með ívafi stórra skoðana á litlum málum. Eða eins og Norðmaðurinn sagði við konuna sína: Konan mín tekur allar smærri ákvarðanir á heimilinu, eins og um húsakaup, bílakaup, barneignir og sumarleyfi en ég tek allar stærri ákvarðanir, eins og hver afstaða okkar til til skattamála, Evrópusambandsins og utanríkismála er. Þetta blogg er sem sagt hliðstætt kallinum ;-)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband