Gangi þeim vel að koma póstinum okkar upp aftur
24.2.2009 | 12:18
Þá er komin skýring á því sem ég var að pirra mig á í morgun, gmail-inn minn er raunverulega niðri, þótt einhverjum hafi tekist að brjótast í gegn, kannski áður en hann hrundi endanlega. Vona að vel gangi að koma þessu upp. Vefþjónustupóstur er orðinn svo snar þáttur í lífi velflestra að svona árás eða tæknivandamál (ekki ljóst um hvort er að ræða þykist ég vita) er alltaf bagaleg. Mér er enn í fersku minni þegar hotmail lagðist á hliðina í heila þrjá daga í febrúar 2001. Ástæðan er sú að ég var að snurfusa handrit að sögu Sandgerðis (sem dregist hefur að gefa út þannig að á endanum var ég beðin bæta nokkrum árum við það - en það er önnur saga). Og þar sem ég var stödd úti á Kanaríeyjum þegar ég taldi mig vera búna að fínpússa handritið, þá kom sér illa að geta ekki sent það gengum hotmail frá eina netkaffi Ensku strandarinnar sem þá var starfandi. Sem betur fór var ég með annað netfang hjá strik.is en það var talsvert hæggengara á þeim tíma, en sendingin tókst á endanum og eftir þrjá daga var hotmail aftur komið í lag.
![]() |
Gmail þjónustan liggur niðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gmail koðnar niður.
Villi Asgeirsson, 24.2.2009 kl. 12:48