Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Endurvakin bjartsýni og sjálfstraust þjóðar
2.2.2009 | 23:02
Erilsamur dagur en ég hef orðið vör við svo mikla gleði út um allt og aukið sjálfstraust, alla vega hluta þjóðarinnar. Þótt ég sé afskaplega hamingjusamlega vinstri græn, eins og ég hef fyrr getið um, þá átti ég ekki von á svona skörpum skilum og svona mikilli bjartsýni, eins og seinustu vikur hafa verið í sögu þessarar ágætu þjóðar okkar (nenni ekki að undanskilja útrásarvíkingana - það hlýtur að skiljast samt). Vissulega er fólk gætið, sparsamt, skynsamt, enginn að búast við kraftaverki, en það fer ekki á milli mála að vonin hefur kviknað, alla vega í mörgum hjörtum, og það er ekki bara notalegt, heldur mjög mikilvægt. Hinar raddirnar heyrast líka, en þær eru svo miklu, miklu færri. Viðbrögð almennings í fjölmiðlum lýsa sams konar upplifun og ég finn í kringum mig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2009 kl. 03:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Jabb, ég finn líka að vonin hefur kviknað og algjörlega kominn tími á það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.2.2009 kl. 23:08
"Endurvakin bjartsýni og sjálfstraust þjóðar".
Anna, þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti þá er framlag mitt til sjálfstrausts þjóðarinnar jafnlítið og áður. Bjarsýni er engin sem fyrr, en e.t.v. þá hefur vaknað hjá mér örlítil vonarglæta. En hrædd er ég um að sannleikurinn um þjóðarbúið slökkvi hana um leið og sannleikurinn verður sagður.
Helga 3.2.2009 kl. 01:15
Blessuð Anna
Já ég tek undir þessi orð hjá þér, ég finn að með hækkandi vorsól á himni eykst von og bjartsýni mín á framtíðina:)
Sædís Ósk Harðardóttir, 3.2.2009 kl. 12:46
Frábær dagur, vonin lifnar við. Jóhanna er algjörlega frábær. Koma svo-áfram svona:-)
Sóllilja 3.2.2009 kl. 15:14
Mér finnst vonarglæta skárra en ekkert, vonin lifnar við og eykst enn betra. Sjálf sveiflast ég svolítið en allt er þetta í rétta átt vona ég.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.2.2009 kl. 15:35