Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Óska Kópavogsliðinu til hamingju með sigurinn í Útsvari í kvöld, en það var auðvitað alveg óþarfi að sigra endilega okkur Álftnesinga. En gott og vel - þetta var verðskuldað!
Hef meiri áhyggjur af Framsóknarmönnum af því ég sé ekki glóru í þeirra hegðun, voru búnir að bjóða hlutleysi að fyrrabragði, hvað eru þeir eiginlega að hugsa?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
... ég var búin að ákveða að Álftanes myndi sigra og hefna okkar Skagamanna í leiðinni fyrir tvöfalt burst í fyrra. Þið voruð samt afslappaðri og skemmtilegri fyrir bragðið. Í svona keppni á t.d. ekki að vera með vandlega æfð kerfi til að lesa í leikhæfileikana, heldur bara skemmta sér. Of mikill Gettu betur bragur á þessu ... en þeir eru skrambi klárir þessir strákar úr Kópavogi, ekki vantar það. Þið líka. Sýnist fésbókarheimar loga út af þessu. Allir héldu með Álftanesi!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2009 kl. 22:24
Sæl
Ég auðvitað ánægður með Kópavog þó þeir hafi því miður unnið ykkur.
En Framsókn er nú sem betur fer að hugsa hluti til enda. Það er gott.
Kv.
Sveinbjörn
Sveinbjörn Kristjánsson, 30.1.2009 kl. 22:26
Var að kíkja á fréttirnar á netinu og sýnist að einhver (úr flokknum væntanlega) sé búinn að tala við Sigmund Davíð, hann er kannski að fatta að þetta sé ekki svo sniðug hegðun. Þetta kemur alla vega allt í ljós.
Og ég þarf greinilega að kíkja á Facebook, þetta er auðvitað orðið Útsvar keppir við Gettu betur, og það er bara gaman hjá okkur alla vega.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.1.2009 kl. 22:36
Gaman að sjá þig á skjánum ;) Hef samband við þig næst þegaqr ég lendi í tölvu ástandi ;)
Aprílrós, 30.1.2009 kl. 22:56
Þið stóðuð ykkur mjög vel. Sammála Gurrí um að of mikill Gettu betur bragur er á Kópavogsstákunum.
Framsókn er að miskilja hrapalega hlutverk sitt í stjórnarmyndunar viðræðum og margir munu hugsa sig tvisvar um í næstu kosningum eftir þetta inngrip þeirra.
Guðlaug H. Konráðsdóttir, 31.1.2009 kl. 11:52
Þið voruð flott og stóðuð ykkur vel, ég var stolt af ykkur (enda strákarnir úr minni götu)
kópavogsstrákarnir fengu "léttari" spurningar en þið
Sigrún Óskars, 31.1.2009 kl. 16:55
Blikastígsstrákarnir eru alveg frábær félagsskapur og við erum bara kát eftir þessa törn, gaf mér góða ástæðu til að fara á fallegar slóðir á nesinu ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.1.2009 kl. 17:42