Nýja Ísland í mótun - það sem þarf að gera og það sem þarf að varast

Fréttir berast um að Samfylkingin sé í raun öll horfin frá stuðningi við ríkisstjórnina, ef marka má þessar frétt á visir.is:

"Geir Haarde forsætisráðherra rangtúlkar skilaboð um framhald ríkisstjórnarsamstarfsins sem hann hefur fengið í samtölum við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra síðastliðna tvo daga. Þetta fullyrti Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarkona Ingibjargar, við nokkra samflokksmenn sína í gær.

Geir sagði í fjölmiðlum í gær að hann hefði talað við formann Samfylkingarinnar þann daginn og þau væru ekkert á þeim buxunum að slíta stjórnarsamstarfi eins og sakir stæðu."

Búast má við stjórnarslitum. Næstu skrefin eru mikilvæg. Sú stjórn sem situr fram að kosningum hefur að mínu mati skyldu og umboð til eftirfarandi verka:

  • að grípa til ráðstafana þegar í stað til að koma í veg fyrir gjaldþrot og aðrar hremmingar fjölskyldnanna í landingu
  • að koma atvinnulífinu af stað með verklegum, opinberum framkvæmdum og úr þeirri stöðunum sem það er nú- við óbreytt ástand verður atvinnuleysistryggingasjóður tómur í haust, eins og Steingrímur J. var að benda á
  • að tryggja landinu nauðsynlegt fjármagn á sanngjörnustu fáanlegum kjörum (fjárhagslegum og án íþyngjandi pólitískra ákvæða) og láta ekkert óskoðað í þeim efnum
  • að kortleggja kosti í gjaldmiðlismálum

Starfandi stjórn fram að kjördag hefur ekki umboð til eftirfarandi að mínu mati:

  • að hneppa þjóðina í skuldaklafa sem ekki er hægt að vinna sig útúr
  • að hefja aðildarviðræður við ESB
  • að ákveða gjaldmiðilsbreytingu án þess að leggja valkosti fyrir þjóðina

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála öllu tillögum þínum en ég vona að guð gefi að það verði sett bráðabirgðastjórn ekki skipuð alþingis mönnum eða fyrrverandi ráðherrum sama hvaða flokki þeir tilheyra ég treysti engum þeirra til að gera eitthvað að viti núna frekar en endranær .Við verðum að fá einhverja af þessum hagfræðingum sem hafa verið að tjá sig undanfarið tld Vilhjálm sem fjármálaráðherra .

taka þarf sérstaklega á málum heimilanna og smærri fyrirtækja ,breyta lánum og frysta þau tímabundið ,semja við erlenda lánadrottna því það er útilokað að venjulegt fólk geti greitt allar þessar skuldir og ekki þíðir að gera alla gjaldþrota.

Núna eru allar erlendar skuldir 60% hærri en þegar við tókum þær í kónum talið ,laun hafa lækkað, vörur hafa hækkað bæði innlendar sem erlendar.

Við þurfum að búa til vinnu handa öllum með öllum tiltækum ráðum og síðast en ekki sýst ná aftur þeim peningum sem auðvaldið hefur stolið af okkur og aldrei aldrei aftur hleypa auðvaldinu að stjórnvölina mbk Pétur

H.Pétur Jónsson 22.1.2009 kl. 16:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband