Gerviþarfir: Eurovision 2009
12.1.2009 | 22:53
Sá einhvers staðar tillögu um að sleppa því að setja milljónir í Eurovision þetta árið. Get eiginlega ekki annað en verið sammála og það þótt ég geri mér grein fyrir að einhver uppgrip séu fyrir tónlistarmenn í kringum þetta ævintýri og vilji þeim allt hið besta. Hmmm, það er verið að skera svo margt niður, skoða þarf allar tillögur. En þessa klausu setti ég á blað á laugardagskvöldið, minnir mig, en gleymdi að birta hana. Hún er enn í gildi.
Af praktískum ástæðum (afsökun er kannski ekki nauðsynleg, en þessi er engu að síður rétt) er ég farin að fylgjast með Eurovision strax í fyrstu atrennu. Athyglis mína vakti að kynnarnir voru ekki í neinum glamorklæðum, heldur þykkum vetrar- og kreppuklæðum, sem var bara hressandi. Smá kynni af Evu Maríu og frammistaða Steinunnar í Astrópíu valda því að ég er rosalega jákvæð í garð þeirra.
Vildi að ég gæti sagt það sama um lögin. Kannski lærast þau og venjast, en það sem ég batt helst vonir við, lag Valgeirs, er dottið út. Þau voru allt of einsleit, ekkert með húmor, ekkert með þrumandi rokkkrafti og áttu það til að detta út í væl.
Athugasemdir
Algjörlega sammála..af hverju er þetta ekki tekið af.og fyrir LÖNGU síðan...
Þetta kostar þvílíkt mikið..allt þetta aukalið sem þarf(ekki) að fara með eins og einhverjir stílistar og hárgreiðslufólk fyrir þennan og hinn og vinir og bara fullt fullt af fólki..
af hverju er ekki einhverjar kostningar um þetta???
Er ekki hægt að koma þessu fram einhverstaðar svo að fólk fari að pæla í þessu..
Ásta 12.1.2009 kl. 23:13
Sammála þér með stelpurnar. virðast detta saman. En lagið hans Heimis Sindrasonar var best í þessum þætti, fannst mér. Rokkið kemur næst. En auðvitað allt of dýr pakki.
Guðlaug H. Konráðsdóttir, 13.1.2009 kl. 01:13
Það er allt í lagi að taka þátt ef það fer ekki út í neina vitleysu. Er sammála í því að það þarf ekki allt þetta auka lið sem kostar auka pening. ;)
Aprílrós, 13.1.2009 kl. 07:21
Við gætum lagt niður sinfóníuna, leikhúsin og listasöfnin til að spara!
Benedikt Halldórsson, 13.1.2009 kl. 07:32
Geri greinarmun á Eurovision í eitt eða tvö ár og hinum ,,sparnaðinum" sem nefndur er til sögunnar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.1.2009 kl. 13:27
Fyrir utan skemmtunina í skammdeginu, er þátttaka Eurovision atvinnuskapandi á nákvæmlega sama hátt og rekstur sinfóníunnar.
Benedikt Halldórsson, 13.1.2009 kl. 17:10