ESB-fundahelgin mikla

Í dag fór ég á góđan fund um ESB á vegum Vinstri grćnna og á morgun er fundur hjá Heimssýn ţar sem sjónum er beint ađ sjávarútvegsmálum, Íslandi og ESB. Einhvern tíma var sagt hjá Kvennó: Sá á fund sem finnur - og ég er ađ finna óvenju mikiđ af fundum. Hér er fundurinn á morgun, sunnudag:

SJÁVARÚTVEGURINN OG ESB
Fundur í fyrirlestrarsal Ţjóđminjasafnsins nk. sunnudag 11. janúar frá kl. 15 - 17.

Rćđumenn:
Einar K. Guđfinnsson, sjávarútvegsráđherra
Peter Örebech, ţjóđréttarfrćđingur viđ Háskólann í Tromsö
Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfrćđingur Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)
Guđbergur Rúnarsson, verkfrćđingur hjá Samtökum fiskvinnslustöđva (SF)

Frjálsar umrćđur og fyrirspurnir úr sal eftir ţví sem tími gefst til. Allir eru velkomnir á međan húsrúm leyfir.

Á fundinum verđur leitađ svara viđ ýmsum brennandi spurningum sem upp kynnu ađ koma í hugsanlegum ađildarviđrćđum viđ ESB:

- Hafa veriđ gerđar undanţágur frá meginreglunni um “alger yfirráđ” (“exclusive competence”) ESB yfir auđlindum sjávar í ađildarríkjum?

- Er hugsanlegt ađ vikiđ verđi frá viđmiđunarreglu ESB um veiđireynslu (“relative stability”) á nćstu árum?

- Hvađa áhrif hefur ESB-ađild á samningsstöđu Íslendinga um deilistofna?

- Hvađa áhrif hefur ESB-ađild á hćfni yfirvalda til ađ taka skjótvirkar ákvarđanir um verndun veiđisvćđa?

- Stafar íslenskum sjávarútvegi aukin hćtta af kvótahoppi á erfiđleikatímum eftir hugsanlega ESB-ađild?

- Yrđi breyting á kvótakerfinu viđ ESB-ađild?


Heimssýn,
hreyfing sjálfstćđissinna í Evrópumálum


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ er aldeilis ágćtt ađ ég datt hér inn. Vissi ekki af ţessum fundi á morgun, en sjáumst á morgun. Hvernig er ţađ annars geturđu ekki sett mig á póstlista svo ég missi nú ekki af anti-ESB-fundum?

Ađdáandi Evrópusambandsins, eđa ţannig!!! 10.1.2009 kl. 20:29

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Set ţig á póstlistann ásamt frćnku sem ég var ađ heimsćkja í gćrkvöldi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.1.2009 kl. 00:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband