Hversdagslífiđ hefst aftur á morgun - og ţađ er bara ágćtt
4.1.2009 | 22:55
Sama sagan endurtekur sig um hverja jólahátíđ. Ég er ekkert viss um hvort eđa hvenćr jólaskapiđ hellist yfir mig, en ég veit ţađ hins vegar vel í ţann mund er hversdagslífiđ hefst á ný ađ hátíđin hefur veriđ raunveruleg. Daglegt líf fćrist í fastar skorđur á nýjan leik (reyndar ekkert mjög fastar ţegar ég er ađ vinna í lausamennsku eins og núna) - minni tími til bóklesturs, fleiri skyldur, allar búđir opnar, hversdagslífiđ tekur viđ og vinnan verđur reglubundin á nýjan leik. Matarćđiđ skánar til muna, misţungur veislumatur orđinn meira en ofnotađur. Jólaskapiđ hefur veriđ til stađar og jólin enn einu sinni veriđ tími sem gaman er ađ upplifa, ţótt hver jól séu međ sínum hćtti. Ţađ er bara gott ađ halda út í hversdagslífiđ á ný, fyrir mér merkir ţađ međal annars ađ ég get haldiđ áfram ađ taka viđtöl fyrir viđbótina á Álftanessögunni minni, og Myndlistarskólinn í Kópavogi opnar dyr sínar á nýjan leik fyrir mér og öllum hinum. Gleđilegt hversdagslíf!
Athugasemdir
Gott ađ fá fastar rútínu aftur
Aprílrós, 5.1.2009 kl. 08:36
Já takk gleđilegt hversdagslíf Ég er svo óttaleg mánudagsmanneskja ađ mér finnst hversdagslífiđ bara yndćlt. Alltaf soldiđ fegin ţegar jólin eru ađ baki.
, 5.1.2009 kl. 09:02