Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Ökklabrotinn eiginmaður kominn heim
29.12.2008 | 16:44
Gærdagurinn var eiginlega aðallega á slysó því eftir meira en 30 ára slysalausa hestamennsku tókst honum Ara mínum að slasa sig uppúr hádegi í gær og brotna illa á ökkla. Hann fór í aðgerð í gærkvöldi og var negldur í bak og fyrir og hent út af spítalanum í dag. Kominn heim og skyldugur til þess að vera stilltur í nokkra daga alla vega. Ósköp gott að fá hann heim, annars var frekar mikið fjör hjá okkur um miðnæturskeið í gærkvöldi á spítalanum, þegar Trausti vinur okkar bættist í heimsókn, en hann er öryggisvörður niðri við dyr og var á vakt þegar hann frétti af Ara. Pólverjinn í næsta rúmi náði samt að sofna, frekar illa kvalinn af sígarettuskorti (en snjallt að eiga nikótínplástra á spítalanum) og svo var hann líka þjáður eftir eitthvert slys. Alla vega þá tókst aðgerðin á Ara vel etir því sem næst verður komist og allir á spítalanum ósköp notalegir, sem er gott þegar svona lagað kemur uppá.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Hestar eru sem sagt skaðræðisskepnur Vonandi líður karlinum bærilega - eru þetta ekki 6 vikur í gipsi og annað eins í endurhæfingu Þú náttlega bara í hjúkkinu með hann á meðan
, 29.12.2008 kl. 17:07
Innilegar batakveðjur til Ara sem er greinilega sami "hrakfallabálkurinn" og ég. Ég var ekkert smá móðguð þegar einhver sagði það við mig þegar ég datt og fékk gat á hnéð um árið, síðast saumuð saman 40 árum fyrr, það kalla ég ekki að vera hrakfallabálkur.
Knús í bæinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.12.2008 kl. 17:08
Í höndunum á Ara eru hestar yfirleitt mjög þægir og meðfærilegir en upp kom ágreiningur milli hests og manns um í hvaða átt skyldi halda. Hins vegar þekki ég þetta vesen, hryggbrotnaði seinast þegar ég fór á bak (eða svoleiðis). Skila batakveðjum til Ara og það á ábyggilega eftir að hressa hann við að hafa nóg af góðum bókum að lesa, hann spænir bækur í sig af miklum móð þegar hann er í afslöppun, sem reyndar er ekki alveg brostin á.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.12.2008 kl. 18:44
Og ef mér tekst að halda honum í húsi, hann er kominn með forláta hækur sem Elísabet systir mín lagði til, þá ætla ég svo sannarlega að dekra hann.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.12.2008 kl. 18:46
Ágreiningur endar alltaf illa það sýndi sig greinilega í gær hjá Atla.
Góðar baráttu og batakveðjur til Atla.
Og þú stendur örugglega vel í hjúkrunar og dekur hlutverkinu. ;)
Hann heppin að eiga þig að ;)
Aprílrós, 29.12.2008 kl. 19:36
Þetta eru dapurlegar fréttar og vonandi verður ökklinn jafngóður og áður. Ekkert grín að vera haltur.
En af því að ég er nú ekki alveg laus við að vera háðsk (svona stundum) finnst frúnni það þá ekki bara ágætistilhugsun að hafa eiginmanninn á heimilinu næstu vikurnar? Hann getur endurnýjað "myndasafnið"! Nei, segi svona.
Muna svo að þegar hestur veit hvað hann vill þá veit hann hvað hann vill! Bara hlýða! Hafði ekki hesturinn örugglega rétt fyrir sér um hvor leiðin var betri?
Helga 29.12.2008 kl. 20:40
Æji þetta var leiðinlegt að heyra. Koss, knús og batakveðjur til frænda og vonandi að hann nái sér sem fyrst og verði þægur í bataferlinu
Vilborg G. Hansen, 30.12.2008 kl. 09:25
Það er bara fínt að hafa Ara heima á meðan hann endist, en Vilborg hefur rétt fyrir sér varðandi frænda sinn að það er alltaf spurning um að hann verði þægur í bataferlinu, það væri alla vega kostur.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.12.2008 kl. 10:51
Þetta er vont, og það versnar. Beinin eru öðruvísi en allt annað og ökklin með verri meiðslum. Verst svo þegar maður vill ekkert vera að standa í svona veikindaferli. Já, vont og svo versnar það.
Man sjálfur eftir mér skríðandi upp stiga á einum fæti og öðru hné eftir smáslys á ökkla. Maður sleppur ekki verki meðan báðir fætur eru jafnlangir, og maður sjálfur ætíð jafnvitlaus .... og fyrri daginn. Nehei.
gangi bara vel, æi, ég meina góðan bata.
Ólafur Sigurðsson, 4.1.2009 kl. 03:25