Kór eftir Verdi (stundum kallaður Steðjakórinn)

Selkórinn endaði afmælisdagskrána sína með frekar metnaðarfullum kór eftir Verdi, sem minnti mig á að hlaða Verdikóra-disknum mínum niður á ipodinn minn (sem ég hef heyrt kallaðan spilastokk, góð hugmynd sem kannski venst). Svo vorum að að ræða tónlist í Myndlistarskólanum í Kópavogi og ég lofaði að muna eftir að koma með Verdi-diskinn í skólann þegar ég kemst næst, sem verður væntanlega á fimmtudag, svo við getum nú nýtt nýju græjurnar okkar þar. Flottar græjur, BTW, afmælisgjöf frá nemendum ásamt skápnum undir. En það er vetur, stemmning fyrir flottum kórum svo hér er steðjakórinn eftir Verdi (Anvil Chorus samkvæmt YouTube og fullt af öðrum nöfnum eflaust):

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gaman að fá þetta þegar maður er nýkominn af kóræfingu. Núna erum við ma. æfa undir styrktartónleika sem við verðum með í Fríkirkjunni 14. des. kl. 17.00 -- En Steðjakórinn -- einuhvern tíma var þetta kallað Hænsnakórinn þar sem ég var með í hóp og það má til sanns vegar færa þegar hlustað er á sum stefin í þessu, þau hljóma eins og gagg í hænsnahópi.

Sigurður Hreiðar, 25.11.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vissi að það væru fleiri nöfn í umferð, en kannski ekki Hæsnakórinn ... hmmm. Er með Verdi í eyrunum og þarf kannski að athuga málið. Fylgist með kóramálum og sé til hvað ég kemst í að sækja tónleika.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.11.2008 kl. 23:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband