Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Ný skoðanakönnun á blogginu mínu um kreppuna
27.10.2008 | 12:09
Það var kominn tími á nýja skoðanakönnun og ég hvet ykkur til þess að taka þátt í henni. Fyrri könnun reyndist í óþarflega góðum takti við tímann, tvö gagnstæð svör nutu mestra vinsælda, að kasta ætti krónunni eða að krónan væri blóraböggull, og þessi tvö svör voru yfirleitt með álíka mörg atkvæði á bak við sig.
Mér er fúlasta alvara með nýju könnuninni og ef ykkur líka ekki svörin þá er alltaf hægt að nota athugasemdakerfið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
haha ég var að svara könnuninni og staðan er 50 - 50...þá er spurningin er ég þessi bjartsýna...eða svartsýna...
alva 27.10.2008 kl. 12:12
Og hver er hin(n)? Alltaf gaman að rýna í kannanir og svör.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.10.2008 kl. 12:21
Ég er nú ekki bjartsýnni en svo að ég held að þetta eigi eftir að versna.
Staðan sé alvarlegri en látið er uppi.
Vonandi hef ég rangt fyrir mér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 13:11
Staðan á ábyggilega eftir að versna en við náum okkur upp og búum að betra þjóðfélagi eftirá. Það er mín staðfasta trú. Þetta gat ekki endað öðrvísi og á eftir að vera merkileg heimild fyrir sögubækur framtíðarinnar.
Kristján Kristjánsson, 27.10.2008 kl. 17:40
Heyrðu það vantar möguleikann "botninum hefur ekki verið náð". Verðbólgan er orðið 16%, eitthvað verður um það um næstu mánaðamót að fyrirtæki geti ekki greitt laun, enn eru til matarbirgðir í verslunum en þegar þær verða búnar - hvað þá? Svo botninum hefur ekki enn verið náð.
Helga 27.10.2008 kl. 18:07
Botninum hefur ekki verið náð er kannski nálægt því að vera alvarlegri staða en af er látið, þannig að ég býst við að þú, Helga, hafir helst átt samleið með þeim vangaveltum mínum. En þrátt fyrir alla kreppu þurfum við ef til vill að fara að fá okkur Latte saman einhvers staðar niðri í bæ áður en of langt líður :-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.10.2008 kl. 21:41
Þetta er mun alvarlegri staða en látið er upp
Það valdi ég....
Bestu kveðjur til þín Anna og vertu velkomin heim.
Linda litla, 27.10.2008 kl. 22:37
Jahá, við þurfum sko bráðnauðsynlega að fá okkur latte og það fyrr en seinna... og svo framhaldslatte... og viðaukalatte... það er óþolinmóð kona sem bíður eftir því að setjast niður með þér. Boltinn er hjá þér um kaffistað og stund.
Helga 27.10.2008 kl. 23:09
Þrotaveturinn mikli 2008-'09 er rétt að hefjast.
Emil Hannes Valgeirsson, 28.10.2008 kl. 00:20
Frettatilkynning frá Himnaríki. Í Himnaríki sem og víða á jörðinni hafa menn áhyggjur af ástandinu á Ísland. Því var send nefnd þriggja aðila
smáenglana Pú og Pa auk púkans Tikk. Þeir hafa nú dvalið um skeið á Íslandi og kynnt sér ástandið og sent skýrslur til Himnaríkis. Þessar athugasemdir er hægt að skoða á wefsíðu Himnaríkis næstu daga, www.puandpa.com klikka á matseðilinn og siðan á Pu and Pa. Þeim sem hafa áhuga er GUÐvelkomið að nota efni úr skýrslunum
sigurður örn brynjólfsson 28.10.2008 kl. 09:49
Sæl Anna, var að enda við að hlusta á þig. Þú ert frábær, málefnaleg, klár. Gott að fá þig í umræðuna! takk
kristín
Kristin Jónsdóttir 28.10.2008 kl. 18:01
Takk, Kristín, mér er mikið niðri fyrir í þessum efnum. Og takk, líka Sigurbjörg, ég á svosem ekki von á að þeir sem vilja inn í Evrópusambandið séu sammála mér, en alla vega þá reyni ég að koma með rökin sem ég trúi á.
Svörin ykkar eru áhugaverð og ég ætla að kafa aðeins betur ofan í þau og skoða líka sendan link.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.10.2008 kl. 19:05