Í barnaafmæli í Colorado á mini-golfvelli með sjálflýsandi golfkúlum og brautum

Ekkert smá merkilegt barnaafmæli í dag, enn er dagur hjá mér hér í Colorado. Afmælið hans Owens frænda míns var sem sagt á mini-golfvelli í stóru moll-i hér og þar var allt sjálflýsandi. Myndirnar sem við tókum voru ekkert sérlega skýrar en ættu að gefa hugmynd um hvað var að gerast.

100_0547Fyrr í dag fórum við niður í miðbæ, eða gamla bæinn hér í Fort Collins og þar er mjög fallegt og gaman að rölta um í góða veðrinu tókum eina góða mynd þar sem fylgir hér á meðan, það var reyndar Aiden sem tók bestu myndina, en hann er bara sex og háfls árs og því ekki að myndinni en í staðinn set ég mynd af honum á skautaæfingu í morgun.

Hann er með rauða hjálminn og pabbi hans sá bláklæddi.

 

 

 

100_0545

 

 

 

 

 

 

100_0536


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband