Á heimleið í kreppuna eftir níu daga krókaleiðum

Skrýtið að vera að pakka eftir yndislega vist hér hjá Nínu systur. Veit ekki hvað ég verð mikið nálægt neti á næstunni, þótt það sé internettenging hjá Sóley frænku minni í Fort Collins og eflaust hjá Elfu vinkonu minni líka í Conway, þá verð ég kannski bara svo upptekin við annað að ég fer lítið á netið. En við sjáum til, fréttafíkillinn hættir kannski ekki alveg að skipta sér að. Í kvöld (þegar komin verður nótt hjá ykkur) leggjum við Nína systir og Anne systurdóttir mín nefnilega af stað í barnaafmæli nyrst í Colorado. owenVið keyrum þangað og gistum á leiðinni, ef til vill í Las Vegas í New Mexico. Verðum væntanlega komnar um hádegisbilið til Fort Collins, þar sem Owen frændi minn heldur upp á fjögurra ára afmælið sitt, en hann átti afmæli á þriðjudag. Þarna verð ég fram á sunnudag, afmælið sjálft á laugardag á mini-golfvelli, sem mér líst mjög vel á. Veðurspáin er góð (Íslendingurinn auðvitað búinn að tékka á það, auk þess sem faðir barnsins er líka veðurfrík og kunni því ágætlega við sig þegar hann kom til Íslands í hitteðfyrra eða jafnvel lengra síðan, tíminn líður hratt). Owen er sem sagt sonur Sóleyjar systurdóttur minnar, sem ég missti af í sumar þegar hún kom til Íslands, en öll fjölskyldan kom einu eða tveimur árum fyrr til Íslands og skemmti sér bara vel. Eldri bróðir Owens heitir Aiden og er byrjaður í skóla. Hann er reyndar núna í Arizona með pabba sínum, þar sem bæði Nína systir og Sóley bjuggu áður og Anne reyndar líka. Á sunnudaginn skrepp ég til Seattle en í Conway, norðan við borgina, býr Elfa Gísla, vinkona mín, og hefur byggt upp The Conway Muse, sem er fjöllistarfyrirtæki, sem ég hlakka til að skoða. Nældi mér í eina mynd þaðan af netinu, en set eflaust fleiri inn eftir ferðina þangað. Ég er sú síðasta okkar vinkvennanna fjögurra að heimsækja Elfu, en það hefur lengi staðið til svo ég stóðst ekki mátið að borga 60 dollurum meira fyrir ferðina og koma við hjá Elfu í 3-4 daga, fyrst það stóð vel á hjá henni líka. Þegar hún var heima í sumar þá nefndi ég við hana svona í gríni hvort ég ætti að kíkja við hjá henni þegar ég skryppi til Nínu systur í haust og hún hvatti mig óspart svo nú er það komið inn í skipulagið. Svo flýg ég um Boston heim og verð komin eftir rúma viku. En hér er Conway Muse, og meira um elfaþað seinna. Eflaust muna margir eftir Elfu, en hún var ein af frumkvöðlunum hjá Stöð 2, lék Beggu frænku fyrir börnin og allmörg hlutverk á sviði og í leikhópum áður en hún fluttist til Kanada og síðar suður fyrir landamærin til Washington fylkis.

 

 

 

 

 

 

Hér er svo mynd af okkur vinkonunum fjórum frá því í afmælinu hennar Gurríar í sumar. Elfa er lengst til vinstri.

CIMG3057


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég man eftir Elfu, líka vegna þess að við áttum börn á sama tíma.  Mín stelpa er fædd 17.08.78. og gott ef strákurinn hennar var ekki fæddur sama dag.

Kveðja á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 17.10.2008 kl. 13:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband