Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tími til kominn að meta störf ljósmæðra að verðleikum
1.9.2008 | 23:09
Einhvern veginn held ég að það yrði þjóðarsátt ef kjör ljósmæðra yrðu leiðrétt til samræmis við kjör annarra stétta sem hafa jafn mikið nám að baki og ábyrgð í starfi. Eru ekki allir orðnir frekar leiðir á því að ábyrgð á peningum sé margfalt meira metin en ábyrgð á mannslífum, til dæmis ábyrgð á því að nýfæddir einstaklingar komist klakklaust í heiminn og móðirin upplfii góða fæðingu?
Á síðastliðnu sumri fór fram kosning um fegursta orð íslenskrar tungu og orðið ljósmóðir sigraði með nokkrum yfirburðum. Orðið er vissulega fallegt, en ég held að inntak orðsins, starfið sem að baki býr, hafi átt meiri þátt í sigrinum. Hvernig væri að láta reyna á það hvort þjóðin er ekki tilbúin að gera myndarlegt átak í að laga kjör ljósmæðra?
Vilji ljósmæðra að semja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
heyr, heyr
alva 1.9.2008 kl. 23:14
Er ekki endalaust til störf sem þarf a meta að verðugleikum. Almennt held ég að ríkisstarfsmenn meti ekki það atvinnuöryggi sem þeir hafa mikils. Hvenær heyra menn um fjöldauppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum.
Séra Jón 1.9.2008 kl. 23:35
Heilsugæslan í dag, opinberir starfsmenn.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.9.2008 kl. 01:41
Almennt er vinna með börnum, á öllum aldri, metin smánarlega lágt, miðað við matið sem er á ábyrgð á peningum. Skil ekki svona verðmætamat.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.9.2008 kl. 10:47
Ljósmæður eru með Bachelor gráðu úr háskóla sem hjúkrunarfræðingar, og tveggja ára ljósmæðranám þeirra við það bætir við mastersgráðu. Samtals sex ár í háskóla. Læknar hafa líka sex ára nám úr háskóla, bara til að fá kandidatsleyfi og fá léleg laun eftir það..... ekki misskilja, þessi tvö dæmi eru jafn ömurleg. Það virðist bara vera sameiginleg ákvörðun stjórnvalda að borga léleg laun í heilbrigðiskerfinu, leikskólakerfinu og menntakerfinu. Allir vilja toppþjónustu á fæðingadeildinni, sjúkradeildinni, í skólakerfinu og á öldrunarstofnunum en þegar stjórnvöld vilja ekki borga mannsæmandi laun á þessum stöðum, er nokkuð erfitt að fá toppþjónustu.
En.... svo skulum við ekki gleyma því, að ljósmæður taka ekki bara á móti heilbrigðum börnum frá heilbrigðum konum, það eru líka mörg börn í krítiskri hættu í móðurkviði, margir fyrirburar sem þurfa gjörgæsluhjúkrun þegar þeir koma í heiminn, margar konur sem lenda í einhverju slæmu á meðgöngu og í fæðingu, og öllu þessu sinna ljósmæður líka.
Þessi ríkisstjórn er til skammar, segist ætla að laga launamismun kynjanna og bæta kjör kvenna en gerir nákvæmlega EKKI NEITT. Ekki í þessu máli og ekki heldur í neinu öðru.
Lilja G. Bolladóttir, 3.9.2008 kl. 21:20