Frábær Fjörudagur á Álftanesi

Fjörudagurinn á Álftanesi var haldinn í dag og tókst alveg glimrandi vel. Krakkarnir busluðu í sjónum, sólin var duglega að láta sjá sig og fiskisúpan var himnesk. Kajakar, gönguferð í Hrakhólmana (sem ekki á að fara í nema undir leiðsögn kunnugra, Hrakhólmar eru réttnefni og þetta eru flæðisker) og fleira gott var á dagskránni sem var frá 11 í morgun og til fjögur í dag. Ég held að við séum búin að finna okkar bæjarhátíðisdag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

ummm.... ég elska góðar fiskisúpur. Vonandi var dagurinn góður hjá þér.

Linda litla, 1.9.2008 kl. 12:54

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fiskisúpan var rosalega góð og dagurinn heppnaðist frábærlega vel, krakkarnir eru skælbrosandi á baksíðu Moggans í dag að poppa yfir opnum eldi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.9.2008 kl. 18:10

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, svo sannarlega. Ég meira að segja dró tvær skólasystur þínar í sjóinn til að synda í (ísköldum) sjónum rétt hjá staðnum þar sem Fjörudaguirnn var haldinn núna. Rosalega gaman og smá kalt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.9.2008 kl. 23:12

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hmmm, hverjar létu plata sig út í þetta, meinarðu? Hrafnhildur og Guðný Ása.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.9.2008 kl. 01:40

5 identicon

Sæl frænka. Mikið hefði ég verið til í að kíkja á Fjörudaginn ykkar. Við fjölskyldan fórum í kaffihlaðborð á sunnudeginum um Verslunarmannahelgina á Hafið bláa og enduðum að leika okkur í fjörunni. Það var algjört æði. Við mæðgur komum heim með sjóblautar buxnaskálmar og það komst smá fjörusandur í þvottavélina. En vá hvað það var gaman að leika sér í fjörunni.

Elín Sigríður Ármannsdóttir 7.9.2008 kl. 22:13

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þið verðið bara að koma á næsta ári, þetta verður árviss viðburður hér eftir.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.9.2008 kl. 20:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband