Hvar er Dorrit?

Missti ég af einhverju eða hvar er Dorrit í dag? Einhver hlýtur að vita það. Og ég vænti þess að á því sé skýring sem aðrir en ég þekkja ef hún hefur verið jafn fjarverandi í dag og mér hefur sýnst. Þessi spurning mín er ekki gildishlaðin, hef ekkert verið að skipta mér af umræðunni um hvort hún hafi verið nógu ,,forsetafrúarleg" eða ekki. Það er vel ljóst að hver einasti forseti og þeir makar, sem að hafa komið, hafa verið í því hlutverki að móta þetta frekar unga þjóðhöfðingjahlutverk landsins, rétt eins og gerist í öðrum löndum sem eru með stjórnskipun sem sækir ekki rætur langt aftur í aldir. Og þannig á það að vera, þjóðin kýs og þjóðhöfðinginn hverju sinni mótar hlutverkið ásamt maka sínum. Sé ég bara svona illa eða var Dorrit fjarri góðu gamni í dag?

Og enn og aftur, innilega til hamingju, strákarnir okkar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Já til hamingju strákar !

ég horfði á útsendinguna sem var á Bessastöðm og nei ég sá Frú Dorrit ekki . ;)

Aprílrós, 27.8.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Úbs.  Mér finnst frúin ekki skipta máli...hvar hún er og var...áfram Ísland.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: Guðrún

inni í eldhúsi að stjórna veisluhöldunum eða að skennka í glösin

Guðrún, 28.8.2008 kl. 00:02

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég sagði ekki orð um hvort mér fyndist skipta máli að hún væri með eða ekki. En í ljósi þeirrar hörðu gagnrýni sem komið hefur á hana að undanförnu finnst mér fjarvera hennar æpa á okkur, sem hún annars hefði ekki gert. Ef hún hefði ekki verið undir smásjá hluta þjóðarinnar að undanförnu hefði enginn tekið eftir því að hún var fjarverandi. Hugsiði málið!

Og áfram Ísland, auðvitað.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.8.2008 kl. 00:11

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér fannst dagurinn í gær reyndar alveg fullkominn og hann hefði líka verið það með Dorrit á svæðinu, það er ég viss um. Hins vegar er ég einfaldlega forvitin að fá að vita hvað veldur fjarveru hennar. Sem gamall blaðamaður er eitthvað eftir af fréttanefinu mínu ;-) Varð hún eftir í Asíu? Sé að verið er að taka fram að heimsókn forsetans til Peking (og Bangladess) er ekki lokið. Einhver hlýtur að vita þetta.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.8.2008 kl. 10:52

6 identicon

Dorrit er líklegast enn í Kína. Ólafur fer aftur til Kína vegna Ólympíuleika fatlaðra og þar bíður Dorrit hans.

Kristín Sævarsdóttir 28.8.2008 kl. 12:50

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, ætli það ekki bara.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.8.2008 kl. 13:02

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hins vegar finnst mér að einhver fjölmiðill ætti að fá málið á hreint.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.8.2008 kl. 13:07

9 identicon

Sú skýring var gefin að sviðið á Arnarhóli átti að vera makalaust, svona til að einfalda málin auk þess á Bessastöðum er ekki hefð fyrir því að maki forsetans sé viðstaddur þegar afhending fálkaorðu fer fram.

H.T. Bjarnason 28.8.2008 kl. 13:08

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sem sagt fleiri skýringar en ,,Kína" mögulegar. Eins og ég sagði, það hljóta að vera til skýringar á þessu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.8.2008 kl. 13:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband