Þetta hefði sem sagt getað farið betur ... aldrei kaus ég Framsókn!
14.8.2008 | 15:07
Visir.is segir frá því að möguleiki hafi verið á að fá skárri niðurstöðu út úr umrótinu í borgarstjórn. En Framsókn ber þá fulla ábyrgð á hvernig fór, ég verð að viðurkenna að ég tel að Ólafur sé maður að meiri ef þessi frétt er rétt.
Frétt Vísis er svohljóðandi:
,,Yfirlýsing lá fyrir um það í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segði af sér sem borgarfulltrúi og Margrét Sverrisdóttir kæmi inn til þess að mynda Tjarnarkvartettinn á ný. Óskar Bergsson hafði úrslitaáhrif í málinu og valdi að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri - grænna.
Vísir greindi frá því að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðisflokksins, hefði slitið meirihlutasamstarfi við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra fyrr í dag. Ákveðið var að ganga í samstarf með Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Verður Hanna Birna borgarstjóri, Óskar formaður borgarráðs og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson foresti borgarstjórnar.
Aðspurð um viðbrögð við þessu segir Sóley að Óskar verði að svara því hvers vegna hann hafi tekið Sjálfstæðisflokkinn fram yfir Tjarnarkvartettinn. Þetta veldur að sjálfsögðu vonbrigðum því Tjarnarkvartettinn vann ofsalega vel saman. En þetta var hans ákvörðun," segir Sóley.
Hugmyndin um Tjarnarkvartettinn var rædd á fundi minnihlutans fyrir fund borgarrráðs í morgun og biðu fulltrúarnir í minnihlutanum eftir því að Óskar ákveddi sig. Sóley segir að Óskar hafi ekki haft samband og skýrt frá ákvörðun sinni. "
Best að dusta rykið af barmmerkinu mínu, Aldrei kaus ég Framsókn. Ber enga ábyrgð á þessu og samhryggist þeim Framsóknarmönnum sem ég met að verðleikum, það er Bjarna Harðar, Steingrími ... og eflaust eru þeir fleiri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:09 | Facebook
Athugasemdir
Sammála og mogginn var að birta þessa frétt núna.
Sorglegt og ég kaus aldrei Framsókn heldur og þarf endilega að útvega mér svona barmmerki. Finnst einhvernveginn að sú staðreynd þurfi að standa utaná mér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 15:13
Ég býst við að eftirspurnin fari mjög vaxandi núna, það þarf líklega að endurútgefa merkin, fjáröflun fyrir VG!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2008 kl. 15:18