Hvarflaði ekki annað að mér en ný borgarstjórn yrði mynduð í dag - þetta er fáránlegt!

Þegar fyrstu fregnir fóru að berast í dag um að enn væri verið að makka um ,,nýja" borgarstjórn, þá hvarflaði eiginlega ekki annað að mér en að hún yrði mynduð innan sólarhrings. Óskar og sjallarnir (hljómar eins og sveitaballahljómsveit). En það segir allt sem segja þarf um hverju búast má við, og það viturlegasta sem út úr þessum degi hefur komið hvað varðar borgarmálefnin er vaxandi umræða um að við svona kringumstæður eigi að vera hægt að boða til nýrra kosninga. Það sem gerst hefur á þessu kjörtímabili er ekki allt til fyrirmyndar og hvers eiga kjósendur að gjalda? Í Noregi má ekki kjósa til þings nema á fjögurra ára fresti og það hefur leitt til alls konar ólýðræðislegra hrossakaupa, og það er farið að ræða alvarlega í Noregi að breyta þessu fyrirkomulagi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

kvitt

Guðrún Ing

Aprílrós, 14.8.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Jens Guð

  Krafan um að lögum um kosningar til sveitastjórna verði breytt fær stöðugt meiri byr undir segl.  Atburðarásin í Reykjavík á kjörtímabilinu er farsi sem má ekki endurtaka sig.  Það sem af er kjörtímabilinu höfum við haft 3 borgarstjóra og boðað að sá fjórði taki við á næsta ári.  Nú hafa bæst við þreifingar sem virðast stefna í að fimmti borgarstjórinn,  Óskar Bergsson,  komi til sögunnar. 

  Oddvitar borgarstjórnarflokkanna koma og fara eins og jó-jó.  Hjá D-lista var það Villi.  Nú er það Hanna Birna.  Hjá B-lista var það Björn Ingi.  Nú er það Óskar (sem var í 3ja sæti).  Á tímabili var það Magga Sverris hjá F-lista.  Núna er það Ólafur F.  Þetta er sagan endalausa af hringlandahætti,  svikum,  hnífum í bakið og svo framvegis.  Þetta er farsi sem hleður stöðugt utan á sig.      

Jens Guð, 14.8.2008 kl. 00:43

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það væri flott ef þeir mynduðu hljómsveit Óskar og Sjallarnir, og Ólafur F. yrði rótari. -  Þá kannski færu þeir að hljóma betur saman.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 01:18

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Nýjar kosningar myndu hreinsa til í borginni og hreinsa andrúmsloftið, og það væri skaðlausara ef þetta væri umrót í hljómsveit, en ekki stjórn höfuðborgar alls landsins.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2008 kl. 11:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband