Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hvarflaði ekki annað að mér en ný borgarstjórn yrði mynduð í dag - þetta er fáránlegt!
14.8.2008 | 00:13
Þegar fyrstu fregnir fóru að berast í dag um að enn væri verið að makka um ,,nýja" borgarstjórn, þá hvarflaði eiginlega ekki annað að mér en að hún yrði mynduð innan sólarhrings. Óskar og sjallarnir (hljómar eins og sveitaballahljómsveit). En það segir allt sem segja þarf um hverju búast má við, og það viturlegasta sem út úr þessum degi hefur komið hvað varðar borgarmálefnin er vaxandi umræða um að við svona kringumstæður eigi að vera hægt að boða til nýrra kosninga. Það sem gerst hefur á þessu kjörtímabili er ekki allt til fyrirmyndar og hvers eiga kjósendur að gjalda? Í Noregi má ekki kjósa til þings nema á fjögurra ára fresti og það hefur leitt til alls konar ólýðræðislegra hrossakaupa, og það er farið að ræða alvarlega í Noregi að breyta þessu fyrirkomulagi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
kvitt
Guðrún Ing
Aprílrós, 14.8.2008 kl. 00:42
Krafan um að lögum um kosningar til sveitastjórna verði breytt fær stöðugt meiri byr undir segl. Atburðarásin í Reykjavík á kjörtímabilinu er farsi sem má ekki endurtaka sig. Það sem af er kjörtímabilinu höfum við haft 3 borgarstjóra og boðað að sá fjórði taki við á næsta ári. Nú hafa bæst við þreifingar sem virðast stefna í að fimmti borgarstjórinn, Óskar Bergsson, komi til sögunnar.
Oddvitar borgarstjórnarflokkanna koma og fara eins og jó-jó. Hjá D-lista var það Villi. Nú er það Hanna Birna. Hjá B-lista var það Björn Ingi. Nú er það Óskar (sem var í 3ja sæti). Á tímabili var það Magga Sverris hjá F-lista. Núna er það Ólafur F. Þetta er sagan endalausa af hringlandahætti, svikum, hnífum í bakið og svo framvegis. Þetta er farsi sem hleður stöðugt utan á sig.
Jens Guð, 14.8.2008 kl. 00:43
Það væri flott ef þeir mynduðu hljómsveit Óskar og Sjallarnir, og Ólafur F. yrði rótari. - Þá kannski færu þeir að hljóma betur saman.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 01:18
Nýjar kosningar myndu hreinsa til í borginni og hreinsa andrúmsloftið, og það væri skaðlausara ef þetta væri umrót í hljómsveit, en ekki stjórn höfuðborgar alls landsins.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2008 kl. 11:44