Haldið á nýjan leik í sveitina til að kafna ekki í framkvæmdagleði - og smá mórall yfir Clapton

Þá er tími til kominn að halda aftur í Borgarfjörðinn minn, hér heima sóa ég tíma í framkvæmdir og mannleg samskipti, og það dugar ekki til lengdar ;-) Nú er komin í mig fiðringur að taka aðra törn í verkefnunum sem ég er með í vinnslu. Búin að afgreiða það sem ég þurfti hér í bænum, blessunarlega, í bili alla vega.

Smá mórall í mér út af því að skrópa á Clapton, mér finnst nánast skyldumæting, en ég er hins vegar alls ekki í neinu stuði fyrir stórtónleika núna. Ýmislegt sem veldur og þarf ekki að skýra það fyrir alþjóð (nema ég finni hjá mér brennandi þörf fyrir það, sem er fjarri því að vera reyndin). Þannig er nú það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.8.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Ég fór á Clapton tónleika árið 1974 í Denver. Hugsa sér að gæinn er orðin svona gamall og ég með

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 7.8.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir að kommentera á þessa tættu færslu mína, ég ætla ekki að gera þessi mistök, það bara gengur ekki upp ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.8.2008 kl. 18:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband