Horfst í augu við staðreyndir - stutt sumarfrí skollið á
26.7.2008 | 20:33
Held ég verði bara að horfast í augu við staðreyndir. Núna þegar Ari er kominn úr hestaferðinni þá er komið að hinum árlegu framkvæmdum okkar og ég bara get ekki setið hjá eða stungið af upp í bústað til að vinna. Þannig að, ég er skroppin í stutt sumarfrí, og tek þátt í athöfnum fjölskyldunnar af lífi og sál, það er húsaþvotti og málningavinnu með meiru. Fer upp í bústað einhvern tíma eftir helgi, sem betur fer búin að ákveða að vera þar alla vega miðvikudag og fimmtudag, svo sér maður bara til varðandi verslunarmannahelgina. Elísabet systir er búin að vara við vondu veðri um verslunarmannahelgina (sem sagt hún er með sumarbústaðinn sem hún á í félagi við tvö uppeldissystkini síni) - hún fullyrðir að þegar hún sé með bústaðinn sé veðrið alltaf vont. Við skulum nú bara sjá til. En reyndar höfum við oft verið heima um verslunarmannahelgina, sjaldan eins rólegt og gott og einmitt þá og ef við erum í framkvæmdastuði, eins og núna, þá er það auðvitað alveg brilljant. En svo er ég bara farin að hlakka til að vinna aftur, en þetta er bara nauðsynlegt núna og einsgott að horfast í augu við það.
Athugasemdir
Skv. www.yr.no verður ágætt veður um verslunarmannahelgina í Borgarfirði (alla vega á Kleppjárnsreykjum). Það gæti þó rignt á sunnudag.
Hafðu það gott í sumarleyfinu frá bústaðnum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.7.2008 kl. 15:45
Held með þessari veðurspá, það þarf hvort sem er bara að vera vont veður á Suðurlandi til þess að þetta standist hjá Elísabetu.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.7.2008 kl. 16:25
Samkv. veðurspá verður m.a.s. hlýjast í Borgarfirðinum, allavega þessa vikuna. - Svo það verður spennandi að vita hvort að systir þín hafi áhrif þar á.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.7.2008 kl. 13:02
Linda litla, 29.7.2008 kl. 10:21