Hvort er nú betra að horfa á vegginn eða Skarðsheiðina?

Held að flestir geti ímyndað sér svarið við þessari spurningu. En ástæðan fyrir því að ég spyr er sú að ég er búin að vera á hálfgerðu flakki með skrifborðið mitt hér uppi í sumarbústað. Lengi vel var það inni í minna svefnherberginu, sem var ekkert mjög skynsamlegt fyrirkomulag, þar sem ýmsir sofa þar sætum svefni. Þá fann ég því ágætan stað inni í stofu, en gallinn er sá að þar horfði ég beint á vegginn og var með þetta frábæra útsýni í bak og á hlið, sem ég horfi lítið með. Nú er ég búin að finna alveg frábært fyrirkomulag og svona held ég að þetta verði, hefur líka þann kost að ég get dúkað skrifborðið og notað það við gestakomur, sem satt að segja eru allmargar hér í þessum yndislega sumarbústað. Og núna horfi ég á Skarðsheiðina út um gluggann, hlusta á fuglasönginn og næturvakt Guðna Más í útvarpinu (fuglarnir ögn háværari en blúsaði gamalrokkarinn sem er að reyna að syngja).

Hér verður nefnilega annað heimili mitt alla vega í sumar og frábær vinnustaður fyrir free lance sagnfræðing, tölvunarfræðing og blaðamann. Annars


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarbúðirnar Ævintýraland

Svo veistu að þú getur alltaf komið á Skagann og fengið góðan latte-bolla hér! :)

Sumarbúðirnar Ævintýraland, 28.6.2008 kl. 02:11

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, kaffiboðið var frá mér. Þú mátt alveg henda út fyrri athugasemd, þetta var alveg óvart. Verð að passa mig á þessu. Hheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.6.2008 kl. 02:12

3 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Já, einmitt: Annars :-)

Ég á góða vinkonu sem lenti eins og þú í þessari erfiðu ákvörðunartöku með staðsetningu skrifborðsins síns og hennar niðurstaða var hljóðeinangrað, hvítmálað herbergi í kjallara hússins síns, með engum truflandi áreitum, hvorki hljóðrænum né sjónrænum - auðvitað er enginn sími þar né útvarp.

LKS - hvunndagshetja, 28.6.2008 kl. 07:54

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Aha, það er gaman að kaffi, einkum latte-inu þínu Gurrí, og svo þetta með hvíta herbergið. Við höfum oft reynt að staðsetja tölvur heimilisins í áreitislausu umhverfi, fyrr en varir eru allir mættir inn í sófa með tölvuna í fanginu, lærin grilluð (því fartölvur hita) og með sjónvarp og kjaftæði í kringum sig. Hér í bústaðnum er hins vegar næði flesta daga því oft er ég hér ein, einkum meðan minn heittelskaði er að æfa fyrir hestaferð og í útreiðatúrum fram á flestar nætur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.6.2008 kl. 10:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband