Obama verður vonandi næsti forseti Bandaríkjanna - en Hillary hefur miklu víðari skírskotun
18.6.2008 | 14:52
Það er talsvert áhyggjuefni að sjá að forskot Obama á McCain skuli ekki vera meira. Þetta var þó fyrirsjáanlegt, því allar kannanir hafa sýnt að Hillary hefur miklu víðari skírskotun til kjósenda en Obama og hennar kjósendur eru augljóslega ekki að skila sér til Obama, ekki enn að minnsta kosti. Eflaust munu margir reyna að klína þessu ástandi á þá staðreynd að Hillary gafst ekki fyrr upp en hún gerði í baráttu demókrata, og sjálfsagt á það einhvern þátt í þessum litla mun, en það er nokkuð ljóst að hér er á ferðinni ,,þetta sagði ég ykkur" dæmi, það voru margir búnir að benda á þetta mál. Vera má að hörundsliturinn hafi eitthvað að segja, en þó sýnist mér á ýmsu að konur eigi enn erfiðara uppdráttar en Bandaríkjamenn af afrískum uppruna, eins og Obama, fyrst demókratar hölluðu sér að karlmanninum í baráttunni í hita leiksins. En Hillary á líka traust fylgi sem hún hefur byggt upp á löngum tíma og það fylgi hefði skilað sér á kjörstað og ekki yfirgefið hana. Verkalýðsstéttin í Bandaríkjunum er tryggir kjósendur og hún átti vænan skerf af henni. Lausafylgi Obama mun vonandi skila sér vel, en allar kannanir hafa sýnt að hans fylgi er úr þjóðfélagshópum sem ekki eru traustir kjósendur. Hann nýtur lýðhylli og sú hylli er svolítið hverful. Nú vona ég að Obama beri gæfu til að velja Hillary sem varaforsetaefni og að hún sætti sig við þá stöðu. Saman yrðu þau ósigrandi, jafnvel þótt hún væri í varaforsetasætinu.
Obama hefur naumt forskot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammála ykkur
Það skiptir okkur öll hver er við völd í BNA
Vonandi far þau saman í baráttuna koma efnahagnum á réttan kjöl
Minnka stríðsrekstur Dollar styrkist gagnvart Öðrum miðlum er það ekk málið?
Mr;Magoo 18.6.2008 kl. 15:39
Góður pistill. Alveg sammála þér. Takk fyrir.
Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 16:13
Sammála og ég skil ekki afhverju hún fer ekki í framboð til nr. 2.
En kannski vill hún heldur safna liði fyrir 2012?
Hm....
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 16:31
Úr því sem komið er er ekki annað betra hægt að gera en að vona það besta, og það besta í stöðunni er að sjá tvíeykið Obama/Hillary.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.6.2008 kl. 16:45
Hjartanlega sammála öllu hér. Vona eins og þú að Obama hafi þetta.
Anna Ólafsdóttir (anno) 18.6.2008 kl. 19:21
PS: Ósammála Kristni og ekki í fyrsta skipti. Hann hefur komið með sams konar málflutning á mína bloggsíðu þegar ég bloggaði um Hillary.
Anna Ólafsdóttir (anno) 18.6.2008 kl. 19:23
Já það er eins gott að Obama vinni eldri borgarann ! Maður er samt svo smeykur kanarnir hafa oft komið á óvart í kjörklefunum, besta dæmið um það er að Bush skuli hafa náð kjöri !!
Árni Árnason, 18.6.2008 kl. 19:37
Það má vel vera að Obama meti það svo að Hillary myndi skyggja á hann, en hins vegar á hann ekki sterkari leik að mínu mati, og hann er væntanlega í þessu til að vinna.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.6.2008 kl. 20:12
Damn ég hefði vilajð að rudy hafði gop en ekki lameas mccrain
Alexander Kristófer Gústafsson, 18.6.2008 kl. 20:36
Ég verð nú að segja að greining Kristins er býsna góð og hann hittir naglann á höfuðið.
H.T. Bjarnason 18.6.2008 kl. 21:36
Þetta síðasta komment hjá Kristni finnst mér fara yfir strikið.
Hins vegar held ég að Obama muni ekki velja Hillary sem meðframbjóðanda, og að John McCain verði næsti forseti. Sorglegt en satt.
Svala Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 23:43
Segi eins og Jenný, kannski vill hún safna liði fyrir 2012.
alva 19.6.2008 kl. 00:45
'Eg stórefast um að Obama velji Hillary sem varaforseta efni. Ansi hrædd um að það yrði oft "koddaslagur" á milli þeirra. Obama hefur rætt við bæði Tim Kaine og Webb sem eru báðir góðir frá Virginíu. Ef demókratar komast í Hvíta húsið hækka skattarnir og eins og staðan er í dag hjá Bandarísku þjóðinni væri það afar slæmt. McCain treysti ég ekki enda verður honum oft tvísaga og við verðum endilega að koma okkur út úr þessu stríði sem ég held að myndi dragast með McCain í húsinu.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 19.6.2008 kl. 15:42
Æi ég sá bara helminginn af næst síðasta þætti Boston Legal og síðan ekki söguna meir. Ég var að vona að það væri komin alvara í þessa þætti og Dennie Crane yrði forseti Bandaríkjanna. En ég hugsa ekki eins og aðrir
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 19.6.2008 kl. 20:40
Eitt er að vona að Obama velji Hillary, annað að hann geri það. Burtséð frá því sem sumir segja hér að ofan þá vona ég það en óttast að hann geri það ekki.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.6.2008 kl. 20:49