Maðurinn sem ætlaði að verða Færeyingur þegar hann yrði stór hafði rétt fyrir sér

Gamall vinur minn sagði gjarnan að hann ætlaði að verða Færeyingur þegar hann yrði stór. Mér sýnist að hann hafi haft nokkuð til síns máls, þetta eru greinilega fyrirmyndar flugfarþegar og skapgóðir með afbrigðum. Það er ólíkt betra að leggja upp í langa ferð í góðu skapi en að hafa allt á hornum sér, eða drekka sig í óminni, eins og leiðinleg dæmi eru um. Gaman að sjá þessa frétt.
mbl.is Stigu hringdans í flugstöðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Bróðir minn er mikið í dansi og hefur tekið ástfóstri við Færeyinga, skil það vel.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.6.2008 kl. 18:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband