Upp er runninn útskriftardagur ...
14.6.2008 | 09:09
... og ég er blessunarlega fjarri góđu gamni. Hér í Ungverjalandi ćtlum viđ eigi ađ síđur ađ halda upp á hann međ ţví ađ fara út ađ borđa. Mér sýnist ađ hérlendir veđurguđir ćtli líka ađ halda upp á daginn međ mér, ađ vísu svolítiđ hvasst, en létt yfir og ekkert sem bendir til ţess nú ađ fari ađ rigna, en enn er sólarlaust.
Ţađ er skrýtiđ ađ upplifa lokapunktinn á ţessu stranga námi mínu en ţađ verđur eflaust ekki raunverulegt fyrr en ég sćki prófskírteiniđ mitt á skrifstofuna ţegar ég kem heim til Íslands, sem er ekki fastsett enn, ekkert sem liggur á ţví. Skrýtiđ ađ vera ađ taka ţátt á sama tíma í lífi lćknastúdentanna hér, sem eru á fyrri skrefum sínum í áttina ađ enn lengra og miklu strangara námi en ég stundađi, enda er ţetta fullt starf ţeirra í 6-7 ár en mitt var bara í hjáverkum og alla tíđ međ mikilli vinnu, nema kannski rétt á blá-lokasprettinum.
Yfir 1000 stúdentar ađ útskrifast í dag frá HÍ. Ţađ verđur eflaust mikill spenningur og biđ. Ég hef veriđ í ţessum sporum í tvígang, ţegar ég útskrifađist međ BA prófiđ, ţađ var í febrúarmánuđi fyrir réttum 30 árum (!) og ekki stór hópur sem útskrifađist ţá, viđ vorum í hátíđarsalnum og mjög hátíđlegt. Svo var ţađ cand.mag. prófiđ 1985 í júníútskrift úr Háskólabíói. Stór hópur en ekki nándar nćrri eins stór og sá sem nú er ađ útskrifast. Óska öllum sam-útskriftarnemendum til hamingju međ daginn.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 09:13 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju Anna mín. Ţú ert töffari
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2008 kl. 10:31
Takk, takk.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.6.2008 kl. 10:59