Gúlassúpustríðið

Ekki enn farin að smakka gúlassúpu, en það er annars skylda hér í Ungverjalandi. Hins vegar heyrði ég ansi skemmtilega sögu hér á kaffihúsi um daginn. Í grenndinni er borgin Eger, sem er víst mjög falleg, en það er nyrsta vígið sem Tyrkir felldu (á 16. öld). Þeir voru með mikið ofurefli en svo mikill var baráttuhugurinn að þegar skotfæri þraut mættu konurar upp í kastala með gúlassúpu (þangað höfðu þær fært mönnunum mat) og helltu henni yfir Tyrkina, væntanlega bæði heitri og ógeðslegri. Búin að finna það við snögga leit á netinu að þessi saga er þekkt, hefur jafnvel verið kvikmynduð. Ætla ekki að legjast í uppflettingar að svo stöddu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu kveðjur til ykkar Hönnu úr ítalskri, fallegri sveit.

Helga 7.6.2008 kl. 16:07

2 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Þetta á ef ég man rétt að hafa gerst í umsátrinu um Eger 1552 en ef konurnar í Eger hafa hellt súpu yfir Tyrkina hefur hún varla verið mjög lík þeirri gúllassúpu sem nú er algengust í Ungverjalandi og inniheldur paprikur, paprikuduft, tómata og kartöflur; ekkert af þessu var þekkt í Ungverjalandi á þeim árum, enda allt upprunnið í Ameríku. Ég held að gúllassúpa í núverandi mynd hafi ekki orðið til fyrr en um 1820.

Nanna Rögnvaldardóttir, 7.6.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Einar Indriðason

Hér kemur smá (óþarfa) trivia.... Ef þið lendið í því að bollinn ykkar er kominn með mikla kaffiskán, og hún næst ekki úr í uppþvottavélinni.  Þá skulið þið hita ykkur bollasúpu.  Gúllash bollasúpu, nánar tiltekið.  Þetta alveg þrælvirkaði fyrir mig, fyrir ca. 10 árum, eða svo, þegar ég notaði bollasúpur ennþá.  Eini staðurinn sem var enn kámugur voru barmarnir á bollanum, þar sem súpan náði ekki að vinna á káminu.

Einar Indriðason, 7.6.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Ég hef það enda fyrir satt að ungverskar eldhúsmellur eru rómaðar í betri eldhúsum fyrir tandurhreina og drifhvíta kaffibolla ...

LKS - hvunndagshetja, 8.6.2008 kl. 09:01

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gaman að þessum fróðleiksmolum, og jú, Nanna, þetta átti einmitt að hafa gerst í umsátrinu um Eger 1552.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.6.2008 kl. 09:43

6 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Velkomin til Ungverjalands. Vona að veðrið fari vel með ykkur. Bullandi hiti hjá okkur.

Mér skilst að gúllas súpan þeirra sé dálítið vel krydduð. Eru kálbögglar eða kjöt í káli ekki þjóðar réttur þeirra? Get varla ýmindað mér að fiskur sé víða á borðum.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 8.6.2008 kl. 19:48

7 Smámynd: Linda litla

Allir koma með einvherja fróleiksmola.... ég veit ekkert um Ungverjaland, þannig að ég mæli bara með því að ef að það verður mikil sól þá skalltu bera á þig vörn ;o)

Hafðu það gott.

Linda litla, 8.6.2008 kl. 21:11

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gaman að heyra í ykkur öllum. Hér er svona mátulegt veður, ekki þörf á sólarvörn, sem mér finnst alltaf kostur, en samt nóg af sól og alls konar veðri. Hef reyndar séð hér fisk en ekki smakkað, þegar maður er Íslendingur þá er ekki takandi sjans á að kaupa fisk í miðri Evrópu með langar leiðir að sjó.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.6.2008 kl. 12:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband