Sex and the city á ungversku - ekki fyndið!
5.6.2008 | 22:37
Köflóttur dagur. Hápunkturinnátti að vera þegar við færum þrjár saman, Hanna, Sara og ég, á Sex and the city, sem aldrei þessu vant átti að vera sýnd á ensku, en ekki döbbuð á ungversku. Misstum af fimm-sýningunni því allir leigubílar voru seinir þegar mikið úrhelli og þrumuveður skall á. Fórum á flottan veitingastað á undan og náðum átta-sýningunni. Korter án nokkurs bíós, síðan korter af ,,úr-næstu-700-myndum" og loks byrjaði myndin - á ungversku!!!! Mér skilst að Mr. Big (heitir hann það ekki) hafi náð að segja bæði takk fyrir og gerðu svo vel á ungversku, hvort tveggja mun lengri orð, áður en við læddumst frekar lúpulegar út. Sex and the city sérfræðingarnir í hópnum sögðu að það væri útilokað að horfa á þessa mynd með þessari limlestingu. Ég var hætt að hlæja, en fyrstu viðbrögðin hjá mér voru hrikalegur hlátur.
Þetta var svona frátekið kvöld þegar kaflaskil í próflestri leyfðu bíóferð, og satt að segja voru vonbrigðin mikil, einkum hjá þeim tveimur (hinum) sem þekkja almennilega haus og sporð á þáttunum sem myndin byggist á. Ég hafði þrælgaman af þeim þáttum sem ég sá, en þeir voru reyndar afskaplega fáir.
Góðu fréttirnar voru góður matur úti að borða (sem enn er hræbillegt hér þrátt fyrir gengisbreytingar) og góður félagsskapur, en ég virkilega fann til með stelpunum sem voru loksins að upplifa smá tilbreytingu í erfiðum próflestri og fengu þess í stað bara ungverskan brandara, sem var ekkert fyndinn.
Heyrði í morgunþætti BBC mikla hneykslan á því að það hefði verið sagt frá því í fréttatíma BBC að Sex and the city hefði verið heimsfrumsýnd í London. Æ, aðeins svona nefið-upp-í-loft stíllinn.
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 22:38 | Facebook
Athugasemdir
ég veit bara ekkert um þessa þætti, hef aædrei séð neitt af þeim !
hafðu það bara rosalega gott !
Bless í bili
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.6.2008 kl. 16:26
Mikið umtalaðir þættir greinilega, fyrst BBC sá ástæðu til að geta frumsýningar kvikmyndarinnar í frétttatíma, en greinilega er það umdeilt mál.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.6.2008 kl. 07:57