Aftur komin til Ungverjalands, með hauskúpu og halwa í farangrinum

Þá er ég aftur komin til Ungverjalands, sem er alltaf mjög gaman. Fyrir utan að það er fínt að vera hjá Hönnu, þá er veðráttan og umhverfið hér mjög skemmtilegt allt saman. Ferðalagið tók sinn tíma, ég nýtti tímann vel í London og kláraði hauskúpukaup, halwa-kaup og fleira (ekki að smygla neinni mannlegri hauskúpu samt, þetta er úrvals plast og hentar vel fyrir læknanema). Svo er bara að taka verkefnin upp úr töskunni og af netinu, nóg sem liggur fyrir hérna framundan. Þetta er engin letiferð, en verður samt hvíld eftir fjölbreytta törn að undanförnu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu það sem allra best og njóttu.  Það er stundum alveg nauðsynlegt að skipta um umhverfi eftir svona tarnir eins og hafa verið hjá þér.

Anna Ólafsdóttir (anno) 1.6.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk nafna, það er alla vega mjög gott að hafa tækifæri til að gera það. Og núna er ég komin í mikið vinnustuð, auk þess að vera búin að ganga aðalgötuna nánast frá því efst á henni og niður að lestarstöð, þetta er eflaust hátt í klukkutíma gangur og sólin skín björt og falleg, smá gola gerir 30 gráðurnar bara þægilegar. Í gærkvöldi var tignarlegt þrumuveður.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.6.2008 kl. 16:28

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Njóttu þín í Ungó og þið Hanna báðar. Rakst á hana tengdamóður þína áðan í Kuffélaginu (les: Bónus). Hún var hress að vanda.

Kv.

Sigurður Hreiðar, 2.6.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Linda litla

30 gráður og gola.... hljómar MJÖG girnilega. Farðu vel með þig í útlandinu.

Linda litla, 2.6.2008 kl. 18:44

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er indælis ferð, og takk öll. Bið að heilsa tengdamömmu, ef þú hittir hana aftur, Sigurður. Hún fylgist reyndar vel með á netinu þannig að kannski sér hún kveðjuna bara sjálf ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.6.2008 kl. 12:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband