Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Aftur komin til Ungverjalands, með hauskúpu og halwa í farangrinum
1.6.2008 | 10:07
Þá er ég aftur komin til Ungverjalands, sem er alltaf mjög gaman. Fyrir utan að það er fínt að vera hjá Hönnu, þá er veðráttan og umhverfið hér mjög skemmtilegt allt saman. Ferðalagið tók sinn tíma, ég nýtti tímann vel í London og kláraði hauskúpukaup, halwa-kaup og fleira (ekki að smygla neinni mannlegri hauskúpu samt, þetta er úrvals plast og hentar vel fyrir læknanema). Svo er bara að taka verkefnin upp úr töskunni og af netinu, nóg sem liggur fyrir hérna framundan. Þetta er engin letiferð, en verður samt hvíld eftir fjölbreytta törn að undanförnu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Hafðu það sem allra best og njóttu. Það er stundum alveg nauðsynlegt að skipta um umhverfi eftir svona tarnir eins og hafa verið hjá þér.
Anna Ólafsdóttir (anno) 1.6.2008 kl. 13:04
Takk nafna, það er alla vega mjög gott að hafa tækifæri til að gera það. Og núna er ég komin í mikið vinnustuð, auk þess að vera búin að ganga aðalgötuna nánast frá því efst á henni og niður að lestarstöð, þetta er eflaust hátt í klukkutíma gangur og sólin skín björt og falleg, smá gola gerir 30 gráðurnar bara þægilegar. Í gærkvöldi var tignarlegt þrumuveður.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.6.2008 kl. 16:28
Njóttu þín í Ungó og þið Hanna báðar. Rakst á hana tengdamóður þína áðan í Kuffélaginu (les: Bónus). Hún var hress að vanda.
Kv.
Sigurður Hreiðar, 2.6.2008 kl. 18:17
30 gráður og gola.... hljómar MJÖG girnilega. Farðu vel með þig í útlandinu.
Linda litla, 2.6.2008 kl. 18:44
Þetta er indælis ferð, og takk öll. Bið að heilsa tengdamömmu, ef þú hittir hana aftur, Sigurður. Hún fylgist reyndar vel með á netinu þannig að kannski sér hún kveðjuna bara sjálf ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.6.2008 kl. 12:03