Bikarinn aftur heim

Ari vann þennan fína farandbikar í fyrra, í íþróttakeppni Sóta, fyrir fimmgang og annan minni til eignar. Svo um daginn þurfti hann að skila honum af því þetta er jú ,,farand"bikar, nema hvað, bikarinn er kominn aftur heim, hann gerði sér lítið fyrir og vann aftur í fimmganginum. Hann og Paradís geta fagnað mjög í kvöld ;-) og ég get endurnýtt myndina frá í fyrra.

Bikarinn hans Ara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Hjartanlega til hamingju með árangurinn hjá Ara og Paradís og að fá bikarinn aftur heim. Þú ættir nú að sýna okkur mynd af gæðingunum þínum, Ara með Paradís   Mikið hefði pabbi orðið spenntur yfir þessu.

Hvað á hún Hanna eftir mikið í lækninum? Stefán Hákon verður held ég 2 ár í residency og þá held ég að hann geti starfað sjálfstætt. Vona að prófin gangi vel hjá henni. Er kennt á ensku eða þurfti hún líka að læra Ungversku? Það verður notalegt  fyrir hana að hafa þig. Góður stuðningur fyrir hana. Hvað ætlar hún svo að gera í sumar? Gangi allt vel.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 24.5.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hér er slatti af myndum, veit ekki hvor tþú þekkir Ara frá hinum, en hann er reyndar ekki á Paradís þarna: http://www.alftanes.is/mannlif-og-menning/hestamannafelagid-soti/myndaalbum/mpage/2/mpid/11806/

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.5.2008 kl. 13:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband