Baksviðs í Belgrad er greinilega rekki með silfurlitum stuttkjólum

Hunskast til að horfa á forkeppni 2. Þau Regína og Friðrik hafa unnið fyrir áframhaldi, hvað svo sem verður, þau hafa verið dugleg, áhugasöm, jákvæð og hress.

En ég undrast alla stuttu silfurkjólana sem fulltrúar Svíþjóðar, Úkraínu, Tékklands og nokkrar frá Hvíta-Rússlandi (að minnsta kosti) hafa klætt sig í. Ég held að það hljóti að vera rekki með fullt af silfurkjólum baksviðs og svo séu konur að lendia í að týna kjólunum sínum.

Annars fannst mér Króatía krúttleg, áður hef ég séð Finnland og þeir eru flottir og svo finnst mér Serbía með gott lag. Nú er búlgarska framlagið og sá sem spilar á gítar gæti verið sonur Johnny Halliday, franska flagarans sem fáir hér á landi þekkja (og ekki mikils misst). Svo sem allt í lagi með umbúðirnar á þessu lagi.

Og Sigmar, ekki líkja saman þessi lamaða Ho, ho, ho-i sem einhver sjóræningjasveit var með, við okkar ágæta Hó, hó, hó sem er fjarri góðu gamni.

Malta er með flott lag, ég er að heyra megnið af þessum lögum í fyrsta sinn, en yess, loksins sovna eitthvað sem minnir á anarkistana í Chumbawamba hér um árið (komi til Íslands með I get knocked out! lagið sem ég man ekki hvað heitir). Og svo var söngkonan í stysta silfurkjólnum, það náði bara niður að mitti, en sem betur fór var hún í svörtum buxum þar sem kjólnum sleppti, hefur greinilega tekið vitlaust númer af rekkanum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddrún

Þessir silfurkjólar eru ferlega ljótir og aumingja Tékknesku dúkkurnar eins og Victoria's Secret módel að rembast við að syngja... og alveg vita laglausar. Ég hafði nú ekki mikla trú á okkar framlagi og er búin að leggja mig fram við að láta þau fara í taugarnar á mér. En svei mér þá,,, ég held að við eigum barasta séns.

Oddrún , 22.5.2008 kl. 20:16

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, þau hafa unnið fyrir þessu og eru ábyggilega í skýjunum!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.5.2008 kl. 21:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband