Endurkoma að sjónvarpsskjánum - Paula Abdul full?
6.5.2008 | 10:26
Hef ekki sinnt sjónvarpsglápi að nokkru marki að undanförnu, en í gærkvöldi fleygði ég mér í stólinn minn og horfði og/eða hlustaði á slatta af American Idol. Sá að vísu að það var búið að henda Carly út meðan ég skrapp frá skjánum, og er auðvitað mjög móðguð yfir því, en samt, það eru enn tveir Davidar eftir sem báðir eru góðir. Þetta var hins vegar alveg afspyrnu leiðinlegur þáttur, þannig að ég fór bæði í göngutúr á göngubrettinu mínu (sem hvín smávegis í) á meðan og komu ýmsu öðru í verk, enda finnst mér oftast meira gaman að hlusta á sjónvarp en horfa. Undantekning eru góðar kvikmyndir og þegar Ari minn fer að horfa á kínverskar kvikmyndir, sem eru í miklum metum hjá honum, þá verð ég annað hvort að horfa eða læra kínversku (eða sleppa því, sem oft verður ofan á). Hins vegar missti ég ekki af því í gær þegar Paula Abdul fór að segja Jason frá því hvað henni fyndist um seinna lagið sem hann söng. Gott og vel, nema hann var bara ekki búinn að syngja nema eitt lag! Í framhaldi var auðvitað rétt að kíkja á netið og þar eru samsæriskenningarnar aldeilis grasserandi, íslenska pressan gengur út frá því að hún hafi verið full, ameríkanar annað hvort að hún hafi verið á krakki eða að þetta sýni að þættirnir séu eftir fyrirfram gerðu (svindl)handriti. Ætli hver sé að vísa í sinn reynsluheim? Alla vega, þetta var fyndið, pínlegt og ótrúlegt.
Athugasemdir
Ég hlustaði meira en horfði á ædolið en gat ekki annað en litið upp þegar Paula greyið "lenti í þessu". Athyglisgáfan má nú vera meira en lítil ef hún tekur ekki eftir svona mikilvægu atriði. Ég er rosalega hrifin af stráknum með "hárið", hann hefur ferlega flotta rödd. Býst við að horfa af athygli á restina. Annars finnst mér eiginlega mest gaman að fyrstu þáttunum, þegar skrýtnu skrúfurnar koma í prufu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.5.2008 kl. 10:36
Ég held að þú ættir nú ekki að fara að leggja á þig að læra kínversku bara til þess að geta "hlustað" á sjónvarpið ha ha ha ha
Eigðu góðan dag.
Linda litla, 6.5.2008 kl. 11:10
já þetta var pínlegt móment fyrir greyið en er ekki sagt að hún sé alltaf á svo sterkum lyfjakúrum vegna mikilla verkja las það einhverstaðar en já held að Davidarnir berjist um 1 sætið ekki spurning með það hafðu ljúfa viku elskuleg
Brynja skordal, 6.5.2008 kl. 11:52
Sko, eins og ég hef áður sagt við þig, þá verður þú ekki fyrr búin með nýjasta námið en þú byrjar á því næsta. En ég hafði nú hugsað mér að "senda" þig í annað en kínversku, en ég get svo sem alveg fallist á að þú megir ráða. Um Idolið get ég ekkert sagt, því ég er enn verri sjónvarpsglápari en þú.
Helga 6.5.2008 kl. 11:54
Þetta var alla vega furðuleg uppákoma. Hafið það gott allar, og Brynja, það er einmitt Simon sem spáir því að þetta verði ,,Battle of the Davids".
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.5.2008 kl. 11:57