Er sumarið kom yfir sæinn ...

Þá er komið löglegt sumar. Gleðilegt sumar öll!

Fallegur morgunn þótt himinn væri ekki alveg heiðskír (hver er yfir höfuð heiðskýr?) og það er alveg eins hægt að trúa því að það sé að koma sumar. Fyrir næstum ári fór ég norður yfir heiðar dagspart og lenti í 17 stiga hita á Akureyri þegar verið var að heiðra hana Málmfríði Sigurðardóttur í tilefni áttræðisafmælisins. Núna eru vinir og fjölskylda líka í forgrunni í tilverunni og það er ósköp indælt. Í blíðu og stríðu sagði einn úr þeim hópi um daginn og var reyndar að vísa til síns unga hjónabands, en ég held það sé bara hægt að yfirfæra það á alla vináttu og fjölskyldubönd og þannig á það að vera. Engar vangaveltur um fréttir og fjölmiðla núna og ég ætla að vona að allir njóti dagsins með vinum sínum og fjölskyldum.

Og ef einhver skyldi ekki þekkja hið fallega lag: Dagný, þá er það einmitt lagið sem hefst svona: Er sumarið kom yfir sæinn/og sólskinið ljómað' um bæinn/  ... lag sem á svo ljómandi vel við í dag og vonandi alla daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilegt sumar mín kæra nafna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2008 kl. 19:54

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Yndislegt lag, gleðilegt sumar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.4.2008 kl. 00:26

3 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilegt sumar og hafðu ljúfa helgi mín kæra

Brynja skordal, 25.4.2008 kl. 00:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband