Veturinn kveður með yfirbókuðum fréttum

Engar gúrkufréttir í dag, nóg af alvörufréttum. Þetta hefur verið harður vetur á ýmsan máta, ekki bara snjór heldur líka erfið tíð hjá mörgum í mínu umhverfi, þannig er lífið víst. En lands- og heimsfréttir hafa sinn gang eftir sem áður. Fylgst hefur verið með atburðunum við Suðurlandsveg í fréttum í allan dag, dálítið misvísandi skilaboð, en ég varð ansi hugsi þegar ég sá myndband á bloggsíðu Birgittu Jónsdóttur.

Fleira er í fréttum:

Hillary vann góðan sigur (og já, ég horfði)

Fyrrverandi formaður Evrópu(sambands)samtakanna næsti ritstjóri Moggans

Bæjarbylting í Bolungarvík

... og það sem er kannski merkilegast til lengri tíma, losunarkvótinn okkar er að springa vegna álvera, samtal við umhverfisráðherra í kvöldfréttum útvarps var mjög athyglisvert. Fréttir enn í gangi svo ég býst ekki við að upptakan sé komin inn á vefinn, en á ruv.is er hægt að skoða allar fréttir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búin að vera mjög hugsi yfir þessum fréttum í dag. Ég hef sagt það annars staðar í kommenti að það sækir að mér óhug þegar ég horfi á þessa ungu menn í lögreglunni. Það virkar á mig eins og þeir hafi verið að fá einhverja brjálæðislega útrás fyrir eitthvað sem mér hreinlega líst ekki á. Ég veit ekki hvort þarf að vinna eitthvað betur með kollinn á þeim áður en þeim er hleypt inn í svona aðstæður.

Bolungavíkurbytingin finnst mér ekki lykta vel. ég á bágt með að trúa að Soffía hafi verðskuldað það sem hún er sökuð um.

ég er sæl og glöð með Ólaf, finnst hann afskaplega vandaður blaðamaður og flottur penni.

Ég er aftur á móti að verða galin á þessu stefnuleysi í álversframkvæmdum. Ég SKIL EKKI af hverju við erum enn að spá í álver. Það er svo out!

Anna Ólafsdóttir (anno) 23.4.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Stundum er bara hreinlega gott að blogga um fréttir og mismerkilegt dægurþras - sumt er mikilvægt eins og hvernig löggæslu er háttað í landinu, ég deili áhyggjum með nöfnu minni þar. En vissulega er ástæða til að þakka fyrir hvern einasta dag, þeir eru ekki sjálfgefnir og maður er staðfastlega minntur á það.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.4.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Gleðilegt sumar Anna og sumarkveðjur á Álftanesið

Vilborg G. Hansen, 24.4.2008 kl. 10:14

4 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Gleðilegt sumar og takk fyrir fróðleikinn, gott að fletta í þér  

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 24.4.2008 kl. 14:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband