Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Veturinn kveður með yfirbókuðum fréttum
23.4.2008 | 18:26
Engar gúrkufréttir í dag, nóg af alvörufréttum. Þetta hefur verið harður vetur á ýmsan máta, ekki bara snjór heldur líka erfið tíð hjá mörgum í mínu umhverfi, þannig er lífið víst. En lands- og heimsfréttir hafa sinn gang eftir sem áður. Fylgst hefur verið með atburðunum við Suðurlandsveg í fréttum í allan dag, dálítið misvísandi skilaboð, en ég varð ansi hugsi þegar ég sá myndband á bloggsíðu Birgittu Jónsdóttur.
Fleira er í fréttum:
Hillary vann góðan sigur (og já, ég horfði)
Fyrrverandi formaður Evrópu(sambands)samtakanna næsti ritstjóri Moggans
Bæjarbylting í Bolungarvík
... og það sem er kannski merkilegast til lengri tíma, losunarkvótinn okkar er að springa vegna álvera, samtal við umhverfisráðherra í kvöldfréttum útvarps var mjög athyglisvert. Fréttir enn í gangi svo ég býst ekki við að upptakan sé komin inn á vefinn, en á ruv.is er hægt að skoða allar fréttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Ég er búin að vera mjög hugsi yfir þessum fréttum í dag. Ég hef sagt það annars staðar í kommenti að það sækir að mér óhug þegar ég horfi á þessa ungu menn í lögreglunni. Það virkar á mig eins og þeir hafi verið að fá einhverja brjálæðislega útrás fyrir eitthvað sem mér hreinlega líst ekki á. Ég veit ekki hvort þarf að vinna eitthvað betur með kollinn á þeim áður en þeim er hleypt inn í svona aðstæður.
Bolungavíkurbytingin finnst mér ekki lykta vel. ég á bágt með að trúa að Soffía hafi verðskuldað það sem hún er sökuð um.
ég er sæl og glöð með Ólaf, finnst hann afskaplega vandaður blaðamaður og flottur penni.
Ég er aftur á móti að verða galin á þessu stefnuleysi í álversframkvæmdum. Ég SKIL EKKI af hverju við erum enn að spá í álver. Það er svo out!
Anna Ólafsdóttir (anno) 23.4.2008 kl. 21:47
Stundum er bara hreinlega gott að blogga um fréttir og mismerkilegt dægurþras - sumt er mikilvægt eins og hvernig löggæslu er háttað í landinu, ég deili áhyggjum með nöfnu minni þar. En vissulega er ástæða til að þakka fyrir hvern einasta dag, þeir eru ekki sjálfgefnir og maður er staðfastlega minntur á það.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.4.2008 kl. 21:58
Gleðilegt sumar Anna og sumarkveðjur á Álftanesið
Vilborg G. Hansen, 24.4.2008 kl. 10:14
Gleðilegt sumar og takk fyrir fróðleikinn, gott að fletta í þér
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 24.4.2008 kl. 14:54