Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 575860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Sjaldan að ég ákveð fyrirfram að sjá væntanlega kvikmynd, en um leið og ég heyrði eitthvað almennilega af myndinni Juno vissi ég að þessa mynd ætlaði ég að sjá. Og loksins er ég búin að því og þetta er mynd sem ekki veldur vonbrigðum, þvert á móti, alveg rosalega góð mynd. Ég sá stelpuna sem leikur Juno í spjallþætti um daginn (eflaust Jay Leno) og hún alveg geislaði af húmor og það skilar sér skemmtilega í þessari ,,feel-good" kvikmynd sem er samt ekki eins heilalaus og sumar ,,feel-good" myndirnar sem ég hef fallið fyrir. Alveg stórfín mynd.
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:02 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Anna mín, ég held að þú þjáist af sjónvarpsfíkn. Þú þarft að takast á við þennan vanda og leita fundi. Prófaðu TVA fundi "television anamonus" eða eitthvað svoleiðis.... ætli það sé til ???
Linda litla, 22.4.2008 kl. 23:04
Juno sá ég reyndar ekki í sjónvarpi, þetta er tiltölulega nýútkomin kvikmynd, en miðað við manneskju sem horfði ekki neitt á sjónvarp í mörg ár þá er ég nokkuð góður sjónvarpsáhorfandi og þjáist ekki einu sinni, heldur nýt þess bara alveg í botn. En maður horfir nú ekki á hvað sem er ... ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.4.2008 kl. 23:10
Hahahhaha, Linda litla þekkir þig greinilega lítið. Þekki fáa sem horfa jafnlítið á sjónvarp og þig. Hahahhaha. Ég blogga oft um sjónvarpsgláp mitt og ætti að fá miklu fleiri komment um sjónvarpssýki mína.
Annað ... er þessi mynd í bíó eða á DVD?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:10
Ó, við vorum alveg samtaka ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:11
Ég horfi nenfilega nánast ekkert á sjónvarp, það er mjög einstakt ef að það kemur fyrir. það er þá helst bara til þess að sofna yfir eða ef að ég er lasin. Ég bara get ekki haldið mér vakandi yfir tv-inu.
Linda litla, 22.4.2008 kl. 23:42
Eins og Gurrí segir, þá horfi ég rosalega lítið á sjónvarp, en ég blogga hins vegar ótrúlega mikið um það. Kannski af því að ég er frekar hrifnæm. Samt held ég að sjónvarpsgláp mitt hafi fimmfaldast á seinustu árum, úr svona 2 tímum á viku í kannski svona 10 tíma á viku. Lausleg tilfinning. Og mest horfi ég einmitt þegar ég er lasin eða þegar álag er í tilverunni. Einmitt stödd á svoleiðis tíma núna og þá er bara þægilegt að gleyma sér yfir afþreyingu og blogga um léttvæga hluti.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.4.2008 kl. 00:03