Loks kom ég því í verk að horfa á Juno - og sú mynd veldur ekki vonbrigðum

Sjaldan að ég ákveð fyrirfram að sjá væntanlega kvikmynd, en um leið og ég heyrði eitthvað almennilega af myndinni Juno vissi ég að þessa mynd ætlaði ég að sjá. Juno-movie-f01Og loksins er ég búin að því og þetta er mynd sem ekki veldur vonbrigðum, þvert á móti, alveg rosalega góð mynd. Ég sá stelpuna sem leikur Juno í spjallþætti um daginn (eflaust Jay Leno) og hún alveg geislaði af húmor og það skilar sér skemmtilega í þessari ,,feel-good" kvikmynd sem er samt ekki eins heilalaus og sumar ,,feel-good" myndirnar sem ég hef fallið fyrir. Alveg stórfín mynd.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Anna mín, ég held að þú þjáist af sjónvarpsfíkn. Þú þarft að takast á við þennan vanda og leita fundi. Prófaðu TVA fundi "television anamonus" eða eitthvað svoleiðis.... ætli það sé til ???

Linda litla, 22.4.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Juno sá ég reyndar ekki í sjónvarpi, þetta er tiltölulega nýútkomin kvikmynd, en miðað við manneskju sem horfði ekki neitt á sjónvarp í mörg ár þá er ég nokkuð góður sjónvarpsáhorfandi og þjáist ekki einu sinni, heldur nýt þess bara alveg í botn. En maður horfir nú ekki á hvað sem er ... ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.4.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahahhaha, Linda litla þekkir þig greinilega lítið. Þekki fáa sem horfa jafnlítið á sjónvarp og þig. Hahahhaha. Ég blogga oft um sjónvarpsgláp mitt og ætti að fá miklu fleiri komment um sjónvarpssýki mína.

Annað ... er þessi mynd í bíó eða á DVD? 

Guðríður Haraldsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ó, við vorum alveg samtaka ...

Guðríður Haraldsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:11

5 Smámynd: Linda litla

Ég horfi nenfilega nánast ekkert á sjónvarp, það er mjög einstakt ef að það kemur fyrir. það er þá helst bara til þess að sofna yfir eða ef að ég er lasin. Ég bara get ekki haldið mér vakandi yfir tv-inu.

Linda litla, 22.4.2008 kl. 23:42

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Eins og Gurrí segir, þá horfi ég rosalega lítið á sjónvarp, en ég blogga hins vegar ótrúlega mikið um það. Kannski af því að ég er frekar hrifnæm. Samt held ég að sjónvarpsgláp mitt hafi fimmfaldast á seinustu árum, úr svona 2 tímum á viku í kannski svona 10 tíma á viku. Lausleg tilfinning. Og mest horfi ég einmitt þegar ég er lasin eða þegar álag er í tilverunni. Einmitt stödd á svoleiðis tíma núna og þá er bara þægilegt að gleyma sér yfir afþreyingu og blogga um léttvæga hluti.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.4.2008 kl. 00:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband