Spurt er: Hvað er Monk?

Ég skulda dyggum lesendum bloggsins míns smá skýringu. Hef nefnilega vanrækt að svara spurningunni: Hvað er Monk? frá því ég hrósaði þessum sjónvarpsþáttum smávegis í seinasta bloggi. Nú skal úr því bætt. Monk er sjónvarpsþáttaröð, sem því miður er ekki í opinni dagskrá, heldur á Stöð 2. Ný sería nýbyrjuð á sunnudagskvöldum. monkoverviewAdrian Monk er sem sagt ráðgjafi lögreglunnar í San Fransisco en var áður lögga og langar annað veifið að komast í fast starf aftur hjá löggunni, þar sem hann var rísandi stjarna hér í eina tíð. Hann er hins vegar með alls konar fælni og áráttur, svo sem rosalega hreinlætisfíkn og röðunaráráttu. Samt sem áður: Enginn er eins klár að leysa furðulegustu lögreglumál. Það er mikill húmor í þessu þáttum.

Leikarinn sem leikur Monk er Tony Shalhoub (lengst til vinstri) og hann hefur fengið ýmis verðlaun, svo sem Golden Globe fyrir frammistöðuna í hlutverkinu, mjög verðskuldað. Uppáhaldsþátturinn minn til þessa er þegar Monk þurfti að ráða sig sem ,,butler" til ríkisbubba sem var yfir sig ástafanginn af aðstoðarkonu hans (lengst til hægri). Þar fór Monk á kostum sem hinn ofurnákvæmi butler sem kom auga á hverja einustu misfellu, millimetra halla á hníf, munnþurrku og hverju sem er. Annars eru flestir þættirnir verulega fyndnir þannig að endilega horfið eða mætið í heimsókn á sunnudags- eða mánudagskvöldi (endurtekið á Stöð 2 extra) hjá sönnum Monk-aðdáanda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ok, þá er það komið í ljós að Monk er persóna í sjónvarpsþætti. Hef aldrei séð það.

Linda litla, 22.4.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Einmitt, vona að þú eigir eftir að hlæja einhvern tíma að þessari dellu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.4.2008 kl. 16:21

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Monk er skemmtilegur ... en í einum þættinum var hann gerður svo nískur að það var kvöl að horfa á hann, níska er dauðasynd í mínum huga.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.4.2008 kl. 17:07

4 identicon

Já, það er alltaf gaman að Monk!

Gylfi Guðmundsson 22.4.2008 kl. 17:28

5 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Svona út úr loftinu já hann Monk er alveg frábær og ómögulegt að verða leiður á honum, ég get fullyrt það þó að ég hafi ekki séð hann nokkuð lengi en nú er hann kominn aftur á skjáinn en því miður eitthvað ruglaður

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 22.4.2008 kl. 17:48

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Monk er auðvitað alveg með ólíkindum ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.4.2008 kl. 18:25

7 Smámynd: Linda litla

Það væri nú gaman að geta kíkt á eins og einn þátt, en er þetta ekki á stöð 2 ?? Ég er ekki með það

Linda litla, 22.4.2008 kl. 21:25

8 Smámynd: Bergur Thorberg

Jú, það kemur fyrir að ég horfi á Monk. Enda er ég veikur fyrir Monkybissness. Sérstaklega ef hann fer fram í USA. Þar sem ég verð bráðum... ef Guð og Monky boy leyfa mér það.

Bergur Thorberg, 22.4.2008 kl. 22:28

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ráðleggingin er: Skreppa í heimsókn til Monkvænnar fjölskyldu með áskrift af Stöð 2 (þar að auki er alltaf mest gaman að horfa á skemmtilegt efni í kór).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.4.2008 kl. 22:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband